„Eina stöð sinnar tegundar á Íslandi“

Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði opnar með formlegum hætti í …
Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði opnar með formlegum hætti í dag og er hún stærsta bygging Vestfjarða. Ljósmynd/Arctic Fish

Í dag verður seiðaeld­is­stöð fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish á Tálknafirði opnuð með form­leg­um hætti. Sjö ár eru frá því að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir upp­bygg­ingu stöðvar­inn­ar hófst og er hún nú stærsta bygg­ing á Vest­fjörðum.

Fimmtán starfs­menn eru að jafnaði í seiðaeld­is­stöð Arctic Fish en auk þess voru ráðnir tíu sum­ar­starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu síðastliðið sum­ar. „Þetta ger­ir okk­ur að stærsta ein­staka at­vinnu­rek­anda á Tálknafirði,“ hafði 200 míl­ur eft­ir Sig­urð Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóra hjá Arctic Fish, í vik­unni.

„Þetta mark­ar þau tíma­mót að við erum kom­in með full­kláraða stöð sem af­kast­ar yfir fjór­um millj­ón­um seiða. Við erum með tvær full­bún­ar eld­is­bygg­ing­ar sem þá eru komn­ar í fulla notk­un, vatns­hreins­istöð sem og stöð sem vinn­ur úr öll­um líf­ræn­um úr­gangi,“ sagði Sig­urður. „Þó við séum vel í stakk búin til þess að stækka enn frek­ar þá er þetta ákveðinn áfangi sem höf­um verið að stefna að, og erum að klára í þess­um mánuði,“ bæt­ir hann við.

Spurður hvort lang­ur aðdrag­andi hafi verið svaraði Sig­urður því ját­andi. „Það má al­veg segja það, sjö ár. Þetta er mjög flók­in stöð sem bygg­ir á svo­kallaðri vatns­end­ur­nýt­ing­ar­tækni og er eina stöðin sinn­ar teg­und­ar á Íslandi.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina