Brim kaupir útgerð og vinnslu fyrir 3 milljarða

Brim hefur gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í …
Brim hefur gert samning um kaup á tveimur fyrirtækjum í Hafnarfirði fyrir um 3 milljarða króna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brim hf. hef­ur gert samn­ing um kaup á tveim­ur fyr­ir­tækj­um í Hafnar­f­irði, Fisk­vinnsl­unni Kambi hf. og út­gerðarfé­lag­inu Grá­brók ehf., að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Brimi. Heild­ar­upp­hæð kaup­anna nem­ur rétt rúm­um þrem­ur millj­örðum króna, 2,3 millj­örðum fyr­ir Kamb og 772 millj­ón­um fyr­ir Grá­brók.

Greitt verður að hluta fyr­ir Kamb með hluta­bréf­um í Brimi hf. sem eru í eigu fé­lags­ins og nema um 1% af heild­ar­hluta­fé Brims að verðmæti um 835 millj­ón­ir króna.

Fisk­vinnsl­an Kamb­ur ger­ir út króka­bát­inn Kristján HF 100 og fylg­ir hon­um um 2.000 tonna króka­afla­mark að mestu í þorski. Þá rek­ur fyr­ir­tækið tækni­vædda fisk­vinnslu í eig­in hús­næði við Óseyr­ar­braut í Hafnar­f­irði sem er búin meðal ann­ars nýrri vinnslu­línu og vatns­skurðar­vél frá Völku hf. sem var tek­in í notk­un á síðasta ári.

Kamb­ur keypti fisk­vinnsl­una af Eskju árið 2017 og flutti starf­sem­ina í annað hús­næði, en við þær breyt­ing­ar sem fylgdu eig­enda­skipt­un­um voru það aðeins fjórðung­ur þeirra 20 starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem héldu vinnu sinni.

Grá­brók ehf. ger­ir út króka­bát­inn Stein­unni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Hon­um fylg­ir um 850 tonna króka­afla­mark að mestu í þorski.

Háð skil­yrðum

Sam­komu­lagið um kaup Brims á fé­lög­un­um tveim­ur er háð eðli­leg­um fyr­ir­vör­um um fjár­mögn­un, samþykki stjórn­ar Brims hf. og samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits og eft­ir at­vik­um annarra eft­ir­litsaðila. Gangi kaup­in eft­ir fer Brim yfir lög­bundið kvótaþak í króka­afla­marki en hef­ur lög­um sam­kvæmt 6 mánuði til að gera ráðstaf­an­ir sem koma fé­lag­inu und­ir það þak.

mbl.is