„Fullkomnasta vinnslustöð á heimsvísu“

Marel kynnti lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika vikuna áður …
Marel kynnti lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika vikuna áður en kaupin voru undirrituð. Ljósmynd/Marel

Brim hf. hef­ur und­ir­ritað samn­ing við Mar­el um kaup og upp­setn­ingu á há­tækni vinnslu­búnaði og hug­búnaði fyr­ir hvít­fisk­vinnslu sem munu gera aðstöðu fé­lags­ins á Norðurg­arði í Reykja­vík að full­komn­ustu vinnslu­stöð fyr­ir bol­fisk á heimsvísu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Mar­el.

Í henni seg­ir að áætlað sé að nýja vinnslu­kerfið verði sett upp um mitt ár 2020. „Kerfið fel­ur í sér ýms­ar nýj­ung­ar, þar á meðal öfl­ugt gæðaeft­ir­lit­s­kerfi og nýj­ustu ró­bóta­tækni sem mun sjálf­virkni­væða og straum­línu­laga vinnsl­una til muna.“

Í ít­ar­legu viðtali við Guðmund Kristjáns­son, for­stjóra Brim, í ViðskiptaMogg­an­um á morg­un verður fjallað um um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar í rekstri Brim á næstu miss­er­um.

Sýnd­ar­veru­leiki við þjálf­un

Mar­el kynnti lausn­ina fyr­ir stjórn­end­um Brim í sýnd­ar­veru­leika vik­una áður en kaup­in voru und­ir­rituð. „Í tölvu­hermi­ver­öld gátu for­svars­menn Brim gengið eft­ir öll­um stig­um vinnsl­unn­ar. Sú inn­sýn nýt­ist stjórn­end­um við skipu­lagn­ingu. Þjálf­un starfs­fólks mun einnig fara fram í sýnd­ar­veru­leika þannig að vinnsla get­ur haf­ist strax að upp­setn­ingu lok­inni.“ Er þjálf­un­in þannig gerð að starfs­fólk Brims mun geta starf­rækt búnaðinn frá fyrsta degi.

Mar­el kveðst nota sýnd­ar­verku­leika í aukn­um mæli, bæði við fram­leiðslu og sölu og jafn­framt til þess að hraða þró­un­ar­ferl­inu og draga úr kostnaði við upp­setn­ing­ar fyr­ir viðskipta­vini.

Há­tækni­vél­ar

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Brim hef­ur meðal ann­ars fest kaup á háþróuðu pökk­un­ar­kerfi með tíu ró­bóta­haus­um sem mun straum­línu­laga allt pökk­un­ar­ferlið. „Jafn­framt fel­ur vinnslu­kerfið í sér þrjár FleX­icut vatns­skurðar­vél­ar ásamt til­heyr­andi forsnyrtilín­um og sjálf­virkri afurða dreif­ingu, auk þess sem Brim verður fyrst til að inn­leiða nýtt SensorX beina­leit­ar­kerfi fyr­ir fersk­ar afurðir.“ Þá mun hug­búnaður gegna mik­il­vægu hlut­verki í nýja vinnslu­kerf­inu, þar sem hann teng­ir tæk­in í hverju vinnsluþrepi hvert við annað og trygg­ir jafn­framt rekj­an­leika gegn­um allt vinnslu­ferlið.

Há­tækni sam­teng­ing búnaðar­ins ger­ir hann snjall­an sem auðveld­ar Brim að mæta ósk­um og pönt­un­um viðskipta­vina fljótt og ná­kvæm­lega og um leið full­nýta verðmætt hrá­efni, seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

mbl.is