Engar uppsagnir skipulagðar

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, kveðst binda vonir við að hráefnismagnið …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, kveðst binda vonir við að hráefnismagnið aukist sem fari í gegnum fiskvinnslu fyrirtækisins eftir tæknivæðingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­ar upp­sagn­ir eru skipu­lagðar vegna tækni­væðing­ar fisk­vinnslu Brims hf., seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims. Um­fangs­mik­il fjár­fest­ing í nýj­asta tækni­búnaði hef­ur verið sett á dag­skrá eft­ir að samn­ing­ur var und­ir­ritaður við Mar­el um upp­setn­ingu þriggja nýrra vinnslu­lína í fisk­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík. Á sú tækni að draga úr starfs­mannaþörf en á móti kem­ur að fyr­ir­tækið horf­ir til þess að auka vinnslu í Reykja­vík.

Guðmund­ur seg­ir vissu­lega vera svo að færri hend­ur muni þurfa að hafa aðkomu að hverj­um fiski við tækni­væðingu vinnsl­unn­ar, en mark­miðið sé að auka afurðir í hágæðavöru, betri nýt­ing á hrá­efni og meiri af­köst á hvern starfs­mann vegna tækni­væðing­ar­inn­ar. „Það get­ur verið að við auk­um hrá­efn­is­magn í gegn­um okk­ar vinnslu en erum með sama fjölda starfs­manna. En með þess­ari tækni­væðingu er meiri mögu­leiki að fyr­ir­tækið geti borgað sam­keppn­is­hæf laun til síns starfs­fólks.“

Haft er eft­ir Guðmund í um­fjöll­un ViðskiptaMogg­ans í dag um um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar í rekstri Brims að tækni­væðing­in muni fara fram á næsta ári og muni fækka störf­um.

Á meðan fram­kvæmd­ir standa yfir mun vinnsla Brims á Granda í Reykja­vík vera lokuð í nokkra mánuði og mun vinnslu­lína Kambs í Hafnar­f­irði, sem Brim festi ný­verið kaup á, vera nýtt á meðan.

mbl.is