Fílar fljúga heimsálfa á milli

Mikill þurrkur hefur verið í Zimbabwe undanfarið og 55 fílar …
Mikill þurrkur hefur verið í Zimbabwe undanfarið og 55 fílar hafa dáið úr þorsta. AFP

30 ung­ir fíl­ar voru flutt­ir með flug­vél frá Zimba­bwe til ann­ars lands, lík­lega Kína. Sal­an á dýr­un­um hef­ur verið gagn­rýnd harðlega af dýra­vernd­un­ar­sinn­um, sem telja að flugið geti haft veru­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir and­lega heilsu fíl­anna. Rúm­lega ár er síðan fíl­arn­ir ungu voru aðskild­ir frá fjöl­skyld­um sín­um. 

Sam­kvæmt BBC segja yf­ir­völd þjóðgarða Zimba­bwe að nauðsyn­legt hafi verið að selja fíl­ana, þar sem mik­ill skort­ur sé á fjár­magni til að sinna vernd­un dýra­lífs í þjóðgörðum lands­ins. Um­fangs­mik­ill þurrk­ur hef­ur verið í Zimba­bwe und­an­farið og hafa 55 fíl­ar drep­ist. Talsmaður þjóðgarða Zimba­bwe seg­ir að ágóðinn af fíla­söl­unni muni fari í að grafa brunna í Hwangi þjóðgarðinum.

mbl.is