„Ekki annað hægt en að kalla þetta árás“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir málið staðfestingu á því …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir málið staðfestingu á því sem fólk hjá Samherja hefur lengi haldið fram. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Fyr­ir mér staðfest­ir þetta það sem var í raun aug­ljóst, að RÚV og Seðlabanki Íslands skipu­lögðu það sam­an hvernig átti að standa að þess­ari hús­leit. Að sjálf­sögðu er manni aðeins brugðið þegar þetta kem­ur upp eft­ir öll þessi ár.“

Þetta seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í sam­tali við mbl.is, um meint­an upp­lýs­ingaleka frá fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands, Ingi­björgu Guðbjarts­dótt­ur, til frétta­manns RÚV í tengsl­um við hús­leit hjá Sam­herja árið 2012. For­sæt­is­ráðherra hef­ur vísað mál­inu til lög­reglu.

Rann­sókn innri end­ur­skoðanda Seðlabank­ans hef­ur leitt í ljós að þáver­andi fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðlabank­ans átti í tölvu­póst­sam­skipt­um við starfs­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en ráðist var í hús­leit hjá Sam­herja 27. mars árið 2012.

Þetta kem­ur fram í bréfi Seðlabanka Íslands frá 18. ág­úst 2019 til for­sæt­is­ráðherra sem mbl.is hef­ur í hönd­un­um. Rétt er að taka fram að í tölvu­póst­sam­skipt­um fram­kvæmda­stjór­ans við frétta­mann­inn voru eng­ar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar en fréttamaður RÚV virðist hafa vitað af fyr­ir­hugaðri hús­leit. 

Rudda­leg fram­kvæmd sem gekk út á að valda tjóni

„Þessi aðgerð var mjög rudda­lega fram­kvæmd og var í beinni út­send­ingu. Því til viðbót­ar var send út til­kynn­ing um all­an heim frá Seðlabank­an­um fljót­lega eft­ir að hús­leit hófst þannig að það var ljóst að það var búið að und­ir­búa það líka,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir því við að aðgerðin hafi meðal ann­ars verið til þess fall­in að valda tjóni.

„Þetta gekk út á það að hluta til að valda tjóni og meiða fólk og þetta hitti mjög marga starfs­menn Sam­herja illa. Það var verið að ráðast á fyr­ir­tæki og starfs­fólk þess. Það er ekki annað hægt en að kalla þetta árás og RÚV var ger­andi með Seðlabank­an­um í þessu máli. Það er í raun það sem er verið að staðfesta,“ bæt­ir hann við.

Stjórn Sam­herja og Þor­steinn Már hafa þegar kært fimm fyrr­um stjórn­end­ur Seðlabank­ans til lög­reglu vegna ætlaðra brota þeirra í starfi. Meðal þeirra eru Már Guðmunds­son, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, og Ingi­björg Guðbjarts­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans.

Ein­stak­ling­ar fái tjón sitt aldrei bætt

Spurður hvort að þess­ar nýju upp­lýs­ing­ar muni hafa áhrif á þá kæru svar­ar Þor­steinn því neit­andi.

„Nei við erum með mál í gangi og kom­um ekk­ert meira að þessu máli. Þetta er fyrst og fremst staðfest­ing á því sem við höf­um haldið fram, sagt og hugsað. Aft­ur á móti verður þetta notað í þeim mála­ferl­um sem eru í gangi núna þar sem við höf­um farið fram á það að Seðlabanki Íslands greiði hluta af þeim beina kostnaði sem við [Sam­herji] urðum fyr­ir við það að verja okk­ur. Seðlabank­inn mun aldrei bæta ein­stak­ling­um það tjón sem þeir hafa orðið fyr­ir.“

mbl.is