„Eins óeðlilegt og það getur verið“

„Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að starfsmaður Seðlabankans …
„Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að starfsmaður Seðlabankans og fréttamaður Ríkisútvarpsins áttu í samskiptum áður en húsleit fór fram hjá Samherja hf.,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Á hverra vitorði á þessi hús­leit að hafa verið? Ég bara spyr. Hún var alla vega ekki á vitorði minna um­bjóðenda eða annarra fjöl­miðla held­ur en Rík­is­út­varps­ins,“ seg­ir Garðar G. Gísla­son, lögmaður Sam­herja, um yf­ir­lýs­ingu Seðlabanka Íslands um meint­an upp­lýs­ingaleka til frétta­manns RÚV.

Í skrif­legu svari Seðlabank­ans til mbl.is og yf­ir­lýs­ingu bank­ans í kjöl­farið kom fram að það væri litið „mjög al­var­leg­um aug­um af hálfu Seðlabanka Íslands“ að for­sæt­is­ráðherra hefði ákveðið að vísa niður­stöðum rann­sókn­ar innri end­ur­skoðunar bank­ans til embætt­is lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans átti í tölvu­póst­sam­skipt­um við frétta­mann RÚV í rúm­an mánuð áður en hús­leit fór fram í höfuðstöðvum Sam­herja, bæði í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri, árið 2012. Frétta­menn RÚV voru mætt­ir fyr­ir utan húsa­kynni Sam­herja þegar leit­in hófst.

„Téð hús­leit var á vitorði margra“

„Inn­an bank­ans hef­ur allt verið gert til þess að upp­lýsa það [málið]. For­sæt­is­ráðherra og bankaráði Seðlabank­ans var greint frá niður­stöðum rann­sókn­ar innri end­ur­skoðunar. Seðlabank­inn tel­ur jafn­framt eðli­legt að for­sæt­is­ráðuneytið hafi upp­lýst lög­reglu um þessa sömu niður­stöðu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu bank­ans.

Þar seg­ir þó einnig að ekk­ert liggi fyr­ir um að upp­lýs­ing­um hafi verið lekið frá Seðlabank­an­um „enda ljóst að téð hús­leit var á vitorði margra“.

Garðar gef­ur lítið fyr­ir yf­ir­lýs­ing­una og út­skýr­ing­ar sem koma fram í henni: „Ég á mjög langa sögu í alls kon­ar hús­leit­um báðum meg­in við borðið, ég var í 17 ár hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og stýrði hundruðum leita þar, en þetta er í eina skiptið sem ég hef mætt á leit­arstað sem lögmaður þar sem fjöl­miðlar eru mætt­ir á und­an mér,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Þetta er eins óeðli­legt og það get­ur verið og hún dæm­ir sig eig­in­lega sjálf þessi yf­ir­lýs­ing. Að leit­in hafi verið á vitorði margra, það er auðvitað ekki þannig.“

Garðar G. Gíslason lögmaður Samherja gefur lítið fyrir útskýringar Seðlabanka …
Garðar G. Gísla­son lögmaður Sam­herja gef­ur lítið fyr­ir út­skýr­ing­ar Seðlabanka Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Krefjast rúm­lega 300 millj­óna í skaðabæt­ur

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja og Sam­herji hafa höfðað skaðabóta­mál á hend­ur Seðlabank­an­um vegna rann­sókn­ar bank­ans á meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

„Þetta er ann­ars veg­ar Þor­steinn Már að stefna bank­an­um og hann ger­ir kröfu um fimm millj­ón­ir í skaðabæt­ur sem helg­ast af lög­manns­kostnaði við að fá stjórn­valds­sekt á hann hnekkt, sem var síðan gert,“ út­skýr­ir Garðar og seg­ir að upp­hæðin sé ekki nema hluti af raun­kostnaði Þor­steins Más. Hann ger­ir einnig kröfu um 1,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

„Hins veg­ar er krafa fé­lag­ins [Sam­herja] fyr­ir hönd sam­stæðunn­ar tölu­vert hærri. Hún bygg­ir fyrst og síðast á lög­manns­kostnaði og öðrum sér­fræðikostnaði,“ út­skýr­ir Garðar. Um­rædd krafa nem­ur 306 millj­ón­um króna og þá krefst fé­lagið 10 millj­óna króna í miska­bæt­ur.

Um­fang máls­ins og tím­inn skýri upp­hæðina

Garðar seg­ir að við mat á upp­hæð kröf­unn­ar verði að hafa í huga hversu um­fangs­mik­il hús­leit Seðlabank­ans og rann­sókn­in í kjöl­farið hafi verið. Þá verði að hafa í huga í hversu lang­an tíma mála­rekst­ur­inn stóð yfir.

„Hús­leit­ar­kraf­an beind­ist að 30 fyr­ir­tækj­um og það voru hald­lögð gögn frá 40 fyr­ir­tækj­um um all­an heim og öll þurftu þau að verja sig. Fyrsta kær­an sem kom frá Seðlabank­an­um sneri ekki ein­ung­is að Sam­herja held­ur ell­efu fyr­ir­tækj­um. Það voru hald­lagðar millj­ón­ir ra­f­rænna skjala og stór flutn­inga­bíll af bók­halds­gögn­um,“ út­skýr­ir hann og bæt­ir við:

„Það er verið að reyna leggja mat á kostnaðinn við þetta. Það er ekki verið að fara fram á tapaðan ávinn­ing eða neitt slíkt held­ur er þetta bara beinn útlagður kostnaður.“

mbl.is