Krefst 306 milljóna króna í skaðabætur

Krafa Samherja hljóðar upp á 306 milljónir króna.
Krafa Samherja hljóðar upp á 306 milljónir króna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­herji krefst 306 millj­óna króna í skaðabæt­ur og tíu millj­óna króna í miska­bæt­ur frá Seðlabanka Íslands vegna rann­sókn­ar bank­ans á meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins á regl­um um gjald­eyr­is­mál. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um stöðvar tvö

Stærsti hlut­inn eða 250 millj­ón­ir króna eru vegna kostnaðar vegna þjón­ustu lög­fræðinga.

Máli varðandi ætlaðan upp­lýs­ingaleka frá Seðlabank­an­um til Rík­is­út­varps­ins í tengsl­um við hús­leit hjá út­gerðarfyr­ir­tæk­inu Sam­herja árið 2012. For­sæt­is­ráðherra hef­ur vísað mál­inu til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Seðlabank­inn lít­ur málið al­var­leg­um aug­um eins og fram kom í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is í dag. 

mbl.is