Kennitölur gjaldgengar í öðrum ríkjum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, stýrði síðasta fundi samstarfsráðherra á …
Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, stýrði síðasta fundi samstarfsráðherra á formennskuári Íslands í norrænu ráðherranefndinni í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk á að geta flutt á milli landa á Norður­lönd­um án hindr­ana líkt og þegar flutt er á milli sveit­ar­fé­laga á Íslandi. Þannig er það ekki í dag en eitt af því sem nú er rætt um er að kenni­töl­ur hvers lands gjald­geng­ar í öðrum nor­ræn­um lönd­um, seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­starfs­ráðherra Norður­landa. Hann er stadd­ur á Norður­landaráðsþing­inu sem hófst í Stokk­hólmi í dag.

Eins og staðan er í dag er erfiðara að flytja á milli Norður­land­anna en á milli sveit­ar­fé­laga og við höf­um verið að leggja áherslu á að opna Norður­lönd­in eins mikið og hægt er. Þannig að í raun verði það þannig eins og að flytja á milli sveit­ar­fé­laga að flytja til annarra ríkja á Norður­lönd­un­um, seg­ir hann. 

Sig­urður Ingi seg­ir að um 65 þúsund íbú­ar á Norður­lönd­un­um flytji á milli land­anna á Norður­lönd­un­um og ef horft er til Íslands búi 7-8% Íslend­inga í öðru nor­rænu landi. „Þetta er mjög stór hóp­ur og þetta skipt­ir okk­ur hlut­falls­lega miklu máli. Eitt af því sem verið er að vinna í núna er að kenni­töl­ur hvers lands verði gjald­geng­ar í öðrum nor­ræn­um lönd­um. Það mun þýða að þegar þú flyt­ur, eins og þú sért að flytja um hverfi, sértu strax kom­inn inn í kerfið og eng­inn biðtími eft­ir banka­reikn­ing eða öðru eins það er í dag,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Því þrátt fyr­ir að það eigi ekki að vera þess­ar hindr­an­ir þá eru þær engu að síður til staðar.

Enn hindr­an­ir hvað varðar há­skóla­mennt­un 

Sig­urður Ingi seg­ir að hindr­an­irn­ar séu fleiri. Til að mynda þegar kem­ur að há­skóla­námi. Eystra­salts­rík­in þrjú hafa þegar gefið út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um að mennt­un á há­skóla­stigi í ríkj­un­um eigi að vera jafn­gild og svipað er uppi á ten­ingn­um hvað varðar Benelúx-lönd­in. „Norður­lönd­in, sem við segj­um að eigi að vera samþætt­ustu lönd í heimi, eru ekki búin að þessu,“ seg­ir Sig­urður Ingi og bæt­ir við að þetta sé eitt af því sem verið er að skoða inn­an nor­rænu rá­herra­nefnd­ar­inn­ar.  

Ísland hef­ur í ár gegnt for­mennsku nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar og stýrði Sig­urður Ingi í morg­un fimmta og síðasta fundi sam­starfs­ráðherra á for­mennsku­ári Íslands í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni. 

Hann seg­ir að það hafi verið gef­andi að stýra nor­rænu ráðherra­nefnd­inni á þessu ári með sam­starfs­ráðherr­um Norður­land­anna. „Okk­ar helsta verk­efni hef­ur verið að búa til framtíðar­sýn um að Norður­lönd­in eigi að verða sjálf­bær­asta og samþætt­asta svæði heims. Á okk­ar síðasta fundi, á okk­ar for­mennsku­ári, kom skýr vilji annarra ráðherra að unnið yrði að verk­efn­um sem gera Norður­lönd­in sterk­ari sam­an.“

Frá fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í dag.
Frá fundi Norður­landaráðs í Stokk­hólmi í dag. Magn­us Fröder­berg/​nor­d­en.org

Framtíðar­sýn nor­ræns sam­starfs – um Norður­lönd­in sem sjálf­bær­asta og samþætt­asta svæði heims – var meg­in­um­ræðuefnið á fundi sam­starfs­ráðherr­anna sem fór fram í Stokk­hólmi. 

Rætt var um hvernig nor­rænt sam­starf ætti í stór­aukn­um mæli að snú­ast um aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um og hvernig tryggja megi að sam­fé­lög og efna­hags­líf á Norður­lönd­un­um séu sem sjálf­bær­ust. 

Mark­miðið er að vinna sam­an á þeim sviðum þar sem Norður­lönd­in eru sterk­ari sam­an, þannig að nor­rænt sam­starf verði raun­veru­leg viðbót við aðgerðir ein­stakra landa s.s. varðandi kol­efn­is­hlut­leysi, með því að styðja við vöxt hringrás­ar­hag­kerf­is­ins og efla græn­an hag­vöxt sem trygg­ir sam­keppn­is­hæfni til framtíðar. Gert er ráð fyr­ir að samn­or­ræn verk­efni sem styðji við græn, sam­keppn­is­hæf og fé­lags­lega sjálf­bær Norður­lönd liggi fyr­ir á næsta ári. 

Á síðustu fimm árum hef­ur á sjötta tug hindr­ana milli Norður­land­anna verði rutt úr vegi, sem ger­ir Norður­lönd­in að einu samþætt­asta svæði heims og ger­ir þannig íbú­um Norður­land­anna auðveld­ara með vinna, stunda nám og stofna fyr­ir­tæki í hinum lönd­un­um. Siv Friðleifs­dótt­ir, formaður nor­ræna Stjórn­sýslu­hindr­anaráðsins, gaf ráðherr­un­um skýrslu um starf ráðsins en að draga úr landa­mæra­hindr­un­um er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir okk­ur, þar sem hlut­falls­lega flest­ir Íslend­ing­ar búa í öðru nor­rænu landi, eða 7-8%, seg­ir í frétt á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins.

Vestn­or­ræn mál­efni voru einnig til um­fjöll­un­ar en eitt af mark­miðum for­mennsku Íslands hef­ur verið að auka nor­rænt sam­starf á Norður-Atlants­hafs­svæðinu þ.m.t. við Fær­eyj­ar og Græn­land. Samþykkt var að styrkja fram­kvæmd NAUST sem er ný stefnu­mót­un um mál­efni svæðis­ins. 

Mark­miðið að bæta lífs­gæði hins venju­lega manns

Að sögn Sig­urðar Inga hef­ur verið lögð mik­il áhersla á það í starfi nor­rænu ráðherra­nefnd­inni að auka hlut sta­f­rænna auðkenna. Það gæti leyst mjög margt. Það gætu hugs­an­lega komið upp ný vand­ræði varðandi kenni­töl­urn­ar en mun klár­lega ein­falda hlut­ina. Meðal ann­ars fyr­ir ferðamenn, seg­ir hann í sam­tali við blaðamann mbl.is í Stokk­hólmi í dag. 

Að vera með ra­f­ræna lyf­seðla og fylgi­blöðin ra­f­ræn ger­ir hlut­ina ein­fald­ari og ódýr­ari. Þetta er kannski það sem eru bestu dæm­in um það hvað Norður­lönd­in og nor­rænt sam­starf skipt­ir miklu. Í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni erum við að auka og bæta lífs­gæði hins venju­lega manns. Að líta á Norður­lönd­in sem sitt heima­svæði,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son.

mbl.is