Konur tilnefndar í flokki bókmennta

Greint verður frá því hverjir hreppa verðlaunin í kvöld.
Greint verður frá því hverjir hreppa verðlaunin í kvöld. Ljósmynd/norden.org

„Til­nefn­ing til menn­ing­ar­verðlauna Norður­landaráðs er mik­ill heiður og við Íslend­ing­ar erum stolt af lista­fólk­inu okk­ar. Það er ánægju­legt að sjá viður­kenn­ingu á því öfl­uga menn­ing­ar­starfi sem blómstr­ar hér á landi og á hinum Norður­lönd­un­um.“ Þetta er haft eft­ir Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sem verður viðstödd þegar menn­ing­ar­verðlaun Norður­landaráðs verða af­hent í kvöld í Svíþjóð í til­kynn­ingu.

Íslensk­ar til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna eru að þessu sinni:

Barna­bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs: Ragn­heiður Eyj­ólfs­dótt­ir fyr­ir skáld­sög­una Rott­urn­ar og Sigrún Eld­járn fyr­ir skáld­sög­una Silf­ur­lyk­ill­inn.

Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs: Krist­ín Ómars­dótt­ir fyr­ir ljóðabók­ina Kóngu­lær í sýn­inga­glugg­um og Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fyr­ir skáld­sög­una Elín, ým­is­legt.

Tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs: Gyða Val­týs­dótt­ir tón­skáld og Sæ­unn Þor­steins­dótt­ir selló­leik­ari.

Kvik­mynda­verðlaun Norður­landaráðs: Hvít­ur, hvít­ur dag­ur í leik­stjórn Hlyns Pálma­son­ar.

Um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs.  Fata­merkið AFT­UR.

Verðlaun­in verða af­hent í kvöld kl. 18:30. 

Í fyrra hlutu tveir Íslend­ing­ar þessi eft­ir­sóttu verðlaun; Auður Ava Ólafs­dótt­ir fyr­ir skáld­sögu sína Ör og Bene­dikt Erl­ings­son fyr­ir kvik­mynd­ina Kona fer í stríð

Bók­mennta­verðlaun­in eru elst af verðlaun­un­um fimm en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1962. Fimm dóm­nefnd­ir sjá um að til­nefna verk og út­nefna verðlauna­haf­ana. Verðlaun Norður­landaráðs verða veitt í tengsl­um við 71. þing Norður­landaráðs í Stokk­hólmi þar sem þing­menn, for­sæt­is­ráðherr­ar og fleiri ráðherr­ar auk leiðtoga stjórn­ar­and­stöðu frá öll­um Norður­lönd­un­um koma sam­an og ræða stjórn­mál og stefnu­mót­un. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

mbl.is