Samherjamálið til lögreglustjórans á Vestfjörðum

Vegna van­hæf­is Sig­ríðar Bjark­ar Guðjóns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu, til þess að fjalla um mál­efni Seðlabank­ans og út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja hef­ur málið er varðar meint­an upp­lýs­ingaleka úr bank­an­um til Rík­is­út­varps­ins vegna hús­leit­ar hans hjá fé­lag­inu á sín­um tíma verið falið embætti lög­reglu­stjór­ans á Vest­fjörðum.

Karl Ingi Vil­bergs­son, lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is en áður hafði verið greint frá þessu í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Kæru Sam­herja á hend­ur Seðlabank­an­um vegna rann­sókn­ar bank­ans á meint­um brot­um fé­lags­ins á gjald­eyr­is­lög­um hafði áður verið vísað til embætt­is hans af sömu ástæðum.

Van­hæfið staf­ar af vina­tengsl­um Sig­ríðar Bjark­ar við yf­ir­mann hjá Sam­herja. Karl Ingi seg­ir í sam­tali við mbl.is að ljóst sé að þessi mál teng­ist, en síðara mál­inu var upp­haf­lega vísað til lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu af for­sæt­is­ráðuneyt­inu í kjöl­far rann­sókn­ar innri end­ur­skoðunar Seðlabank­ans á sam­skipt­un­um við rík­is­fjöl­miðil­inn.

Spurður hver staðan sé varðandi kæru Sam­herja seg­ir Karl Ingi að enn sé verið að fara yfir gögn máls­ins og meta hvort ástæða sé til þess að hefja eig­in­lega rann­sókn.

mbl.is