Engar loðnuveiðar ráðlagðar í vetur

Loðnunætur gætu hangið þurrar í vetur.
Loðnunætur gætu hangið þurrar í vetur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Að óbreyttu er ekki út­lit fyr­ir loðnu­vertíð í vet­ur og yrði það þá annað árið í röð sem eng­ar loðnu­veiðar yrðu stundaðar við landið. Mæl­ing­ar á loðnu nú í haust voru langt und­ir viðmiðun­ar­mörk­um, en hins veg­ar mæld­ist tals­vert af ung­loðnu, sem gæti gefið von um loðnu­vertíð í árs­byrj­un 2021.

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, met­ur að 150 þúsund tonna loðnu­afli, sem er ekki stór vertíð í sögu­legu sam­hengi, gæti gefið um 20 millj­arða króna í út­flutn­ings­verðmæti inn á mik­il­væg­ustu markaði fyr­ir loðnu og loðnu­hrogn.

Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að niður­stöður loðnu­mæl­inga í haust hafi verið þær lé­leg­ustu frá því að byrjað var að mæla loðnu á þess­um árs­tíma árið 2010. Hann seg­ir ljóst að fram­leiðslu­geta loðnu­stofns­ins hafi verið skert í nokkuð lang­an tíma. Það sjá­ist vel með því að bera sam­an veiðar á 20 ára tíma­bili fyr­ir alda­mót þegar meðalafli var rúm­lega 900 þúsund tonn á ári, en síðustu 15 ár hafi meðalafl­inn verið rétt rúm­lega 300 þúsund tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: