Delí hefur verið breytt í „gasklefa“

Mengunin er gríðarleg í Delí þessa dagana en þetta er …
Mengunin er gríðarleg í Delí þessa dagana en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt ástand kemur upp. AFP

Fimm milj­ón­um gasgríma er nú dreift til skóla­barna í Delí, höfuðborg Ind­lands. Loftið í Delí er orðið svo mengað að yf­ir­völd neydd­ust til að lýsa yfir neyðarástandi. 

Umboðsnefnd hæsta­rétt­ar Ind­lands hef­ur sett á nokkr­ar tak­mark­an­ir í Delí og tveim­ur ná­granna­ríkj­um þar sem loft­gæði eru sér­stak­lega slæm. BBC grein­ir frá þessu.

Svifryk í borg­inni er um það bil tutt­ugu sinn­um meira en Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in miðar við að eigi að vera í and­rúms­lofti að há­marki.  

Skól­um borg­ar­inn­ar hef­ur verið lokað þar til að minnsta kosti næsta þriðju­dag. Öllum fram­kvæmd­um hef­ur verið frestað í viku og flug­eld­ar hafa verið bannaðir.

Frá og með mánu­degi mun borg­in inn­leiða tíma­bundið fyr­ir­komu­lag þar sem ein­ung­is helm­ing­ur bíla­flot­ans má keyra ann­an hvern dag og hinn helm­ing­ur­inn ann­an hvern dag. Er þetta gert í því skyni að draga úr um­ferðarmeng­un.

Aðalráðherra Del­hi, Ar­vind Kejriwal, sagði í færslu á Twitter að Del­hi hefði verið breytt í „gas­klefa“.

Grím­urn­ar eru bæði af­hent­ar nem­end­um og for­eldr­um þeirra og Kejriwal hef­ur beðið fólk um að nota þær eins mikið og það get­ur. Hann hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að grípa ekki til aðgerða sem sporna við meng­un frek­ar en að tak­ast á við meng­un­ina með þess­um hætti. 

Heima­menn æfareiðir

Magn efnisagna svifriks (þekkt sem PM2,5) sem smýg­ur djúpt inn í lungu fólks er 533 míkró­grömm á rúm­metra í and­rúms­lofti borg­ar­inn­ar. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in mæl­ir með að PM2,5 stig­in ættu ekki að vera meira en 25 míkró­grömm á rúm­metra að meðaltali á sól­ar­hring.

Mælt er með því að íbúar í Delí noti grímurnar …
Mælt er með því að íbú­ar í Delí noti grím­urn­ar eins mikið og mögu­legt er. AFP

Marg­ir heima­menn eru æfareiðir yfir því að ástandið komi upp á hverju ári. 

„Ég áttaði mig ekki á því að þetta gæti orðið svona slæmt,“ sagði einn heimamaður á Twitter. „Vilj­um við virki­lega að börn­in okk­ar al­ist upp í svona um­hverfi? Öllum er al­veg sama, eng­inn vill bæta ástandið.“

Þykk meng­un­ar­móðan hef­ur valdið skipu­leggj­end­um fyr­ir­hugaðs lands­leiks í krikk­et áhyggj­um. Mótið er á dag­skrá um helg­ina en þar munu Ind­land og Bangla­dess að eig­ast við. Árið 2017 var lands­leik­ur í krikk­et hald­inn við svipaðar aðstæður í Indlandi og leiddi það til þess að leik­menn Sri Lanka fóru að kasta upp á vell­in­um. Þjálf­ari landsliðs Bangla­dess hef­ur þó gefið út að það komi ekki til greina að fresta leikn­um.



mbl.is