Fimm miljónum gasgríma er nú dreift til skólabarna í Delí, höfuðborg Indlands. Loftið í Delí er orðið svo mengað að yfirvöld neyddust til að lýsa yfir neyðarástandi.
Umboðsnefnd hæstaréttar Indlands hefur sett á nokkrar takmarkanir í Delí og tveimur nágrannaríkjum þar sem loftgæði eru sérstaklega slæm. BBC greinir frá þessu.
Svifryk í borginni er um það bil tuttugu sinnum meira en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin miðar við að eigi að vera í andrúmslofti að hámarki.
Skólum borgarinnar hefur verið lokað þar til að minnsta kosti næsta þriðjudag. Öllum framkvæmdum hefur verið frestað í viku og flugeldar hafa verið bannaðir.
Frá og með mánudegi mun borgin innleiða tímabundið fyrirkomulag þar sem einungis helmingur bílaflotans má keyra annan hvern dag og hinn helmingurinn annan hvern dag. Er þetta gert í því skyni að draga úr umferðarmengun.
Aðalráðherra Delhi, Arvind Kejriwal, sagði í færslu á Twitter að Delhi hefði verið breytt í „gasklefa“.
Delhi has turned into a gas chamber due to smoke from crop burning in neighbouring states
— Arvind Kejriwal (@ArvindKejriwal) November 1, 2019
It is very imp that we protect ourselves from this toxic air. Through pvt & govt schools, we have started distributing 50 lakh masks today
I urge all Delhiites to use them whenever needed pic.twitter.com/MYwRz9euaq
Grímurnar eru bæði afhentar nemendum og foreldrum þeirra og Kejriwal hefur beðið fólk um að nota þær eins mikið og það getur. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að grípa ekki til aðgerða sem sporna við mengun frekar en að takast á við mengunina með þessum hætti.
Magn efnisagna svifriks (þekkt sem PM2,5) sem smýgur djúpt inn í lungu fólks er 533 míkrógrömm á rúmmetra í andrúmslofti borgarinnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að PM2,5 stigin ættu ekki að vera meira en 25 míkrógrömm á rúmmetra að meðaltali á sólarhring.
Margir heimamenn eru æfareiðir yfir því að ástandið komi upp á hverju ári.
„Ég áttaði mig ekki á því að þetta gæti orðið svona slæmt,“ sagði einn heimamaður á Twitter. „Viljum við virkilega að börnin okkar alist upp í svona umhverfi? Öllum er alveg sama, enginn vill bæta ástandið.“
Þykk mengunarmóðan hefur valdið skipuleggjendum fyrirhugaðs landsleiks í krikket áhyggjum. Mótið er á dagskrá um helgina en þar munu Indland og Bangladess að eigast við. Árið 2017 var landsleikur í krikket haldinn við svipaðar aðstæður í Indlandi og leiddi það til þess að leikmenn Sri Lanka fóru að kasta upp á vellinum. Þjálfari landsliðs Bangladess hefur þó gefið út að það komi ekki til greina að fresta leiknum.
Clean air is a basic right.
— Kashish Garg (@erkashishgarg01) November 1, 2019
Chile, Bolivia, Lebanon, Hong Kong are all protesting for their rights.
Why are people in #Delhi and rest of India tolerating their families being poisoned year after year?
Have Indians accepted living in gas chambers?#DelhiAirQuality#DelhiSmog
Gurugram pollution! There are pollution clouds not the actual one. #pollution #Gurugram #DelhiAirQuality pic.twitter.com/qGn2DTD2pc
— Vishal L (@vishmlondhe) November 1, 2019