Einstakar myndir af kópum í Surtsey

Kóparnir kipptu sér ekki mikið upp við gestinn þótt framandi …
Kóparnir kipptu sér ekki mikið upp við gestinn þótt framandi væri. Ljósmynd/Daníel Freyr Jónsson

Í vik­unni hélt full­trúi Um­hverf­is­stofn­un­ar ásamt föru­neyti út í Surts­ey. Ferðin er merki­leg fyr­ir þær sak­ir að þetta er í fyrsta sinn í ár­araðir sem haldið er út í eyna utan ár­legr­ar rann­sókn­ar­ferðar yfir sum­ar­tím­ann. Daní­el Freyr Jóns­son, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un sem fór út í Surts­ey, seg­ir að til­efni ferðar­inn­ar hafi verið bráðabirgðaviðgerð á skál í eynni en hann fór illa út úr hvassviðri á dög­un­um.

Sælir.
Sæl­ir. Ljós­mynd/​Daní­el Freyr Jóns­son

Sel­ir kæpa við norður­tanga Surts­eyj­ar á haust­in, en sem fyrr seg­ir eru eng­ar ferðar í eyj­una á þeim árs­tíma og því ár og dag­ar síðan ein­hver bar kóp­ana síðast aug­um. Hvað þá náði af þeim mynd­um. Hvort tveggja gerði Daní­el, sem veitti mbl.is góðfús­legt leyfi til að birta þær.

Ljós­mynd/​Daní­el Freyr Jóns­son
Ljós­mynd/​Daní­el Freyr Jóns­son
mbl.is