Þar sem öll greinin kemur saman

Guðbrandur Sigurðsson var meðal þeirra sem höfðu frumkvæði að fyrstu …
Guðbrandur Sigurðsson var meðal þeirra sem höfðu frumkvæði að fyrstu Sjávarútvegssráðstefnunni sem haldin er árlega. mbl.is/Árni Sæberg

Liðinn eru tíu ár síðan fram­sýnn hóp­ur fólks kom sam­an til að skipu­leggja fyrstu Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­una. Síðan þá hef­ur viðburður­inn vaxið og dafnað; þangað kem­ur fólk úr ýms­um átt­um til að fræðast um stefn­ur og strauma í sjáv­ar­út­vegi og styrkja tengsl­in inn­an grein­ar­inn­ar.

Guðbrand­ur Sig­urðsson átti, ásamt Kristjáni Hjalta­syni og fleira góðu fólki, veg og vanda að því að gera fyrstu Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­una að veru­leika en hann vill eigna Valdi­mar Inga Gunn­ars­syni sjáv­ar­út­vegs­fræðingi hug­mynd­ina: „Þetta var eft­ir hrun og var hon­um mjög í mun að fólk í sjáv­ar­út­vegi kæmi sam­an til að ræða leiðir til að efla grein­ina og miðla fróðleik sín á milli. Fyr­ir þenn­an tíma höfðu sölu- og markaðsfyr­ir­tæk­in haldið svo­kallaða verk­stjóra­fundi en það starf hafði riðlast tölu­vert og á sama tíma ein­kennd­ist þjóðfé­lagsum­ræðan af af­skap­lega þungu og leiðin­legu tali um kvóta­mál. Okk­ur gömlu jöxl­un­um þótti leiðin­legt að sjá hvað sjáv­ar­út­veg­ur var sýnd­ur í nei­kvæðu ljósi, vit­andi hve margt áhuga­vert og já­kvætt væri að ger­ast inn­an grein­ar­inn­ar.“

mbl.is/​Styrm­ir Kári

Úr varð að kalla til fólk héðan og þaðan til að leggja drög að fjöl­breytt­um viðburði. „Okk­ur tókst að fá til liðs við verk­efnið fag­fólk frá alls kyns fyr­ir­tækj­um; bæði út­gerðum og sölu­fyr­ir­tækj­um en líka þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um af öll­um toga, og stofnuðum um leið hluta­fé­lag sem hefði það eina hlut­verk að halda Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefnu ár hvert,“ út­skýr­ir Guðbrand­ur.

Fjöl­breytt­ur þversk­urður

Þess var gætt strax í byrj­un að haga skipu­lagi ráðstefn­unn­ar þannig að hún yrði aldrei ein­hæf og að gest­ir hefðu gott tæki­færi til að styrkja tengsl­in inn­an grein­ar­inn­ar. Var t.d. hugað að því að hafa gott hlé á milli mál­stofa fyr­ir fund­ar­gesti að blanda geði og ræða mál­in, og sú regla sett að eng­inn mætti sitja í stjórn ráðstefn­unn­ar nema í tvö ár sam­fleytt. Þá skyldi viðburður­inn ekki vera ætlaður inn­an­búðarfólki ein­göngu, held­ur op­inn öll­um þeim sem væru for­vitn­ir um sjáv­ar­út­veg­inn.

„Fyr­ir vikið á sér stað stöðug end­ur­nýj­un í hópi skipu­leggj­anda viðburðar­ins sem svo end­ur­spegl­ast í sí­breyti­leg­um efnis­tök­um,“ seg­ir Guðbrand­ur og bæt­ir við að með hjálp öfl­ugra sjálf­boðaliða og fjár­fram­lög­um góðra styrkt­araðila hafi tek­ist að láta ráðstefn­una koma út réttu meg­in við núllið. „Stund­um hef­ur viðburður­inn verið í plús, og stund­um í mín­us, en heilt yfir þessi tíu ár erum við ekki að koma út í tapi, enda farið mjög var­lega með það fé sem kem­ur í kass­ann.“

Fáir eins vel und­ir­bún­ir fyr­ir fjórðu iðnbylt­ing­una

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með ráðstefn­un­um und­an­far­in ár, og sjá þar þversk­urð af þeim mikla upp­gangi sem verið hef­ur í grein­inni. Þó að efna­hags­reikn­ing­ur margra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafi verið lemstraður eft­ir hrun voru aðstæður hag­felld­ar fyr­ir tíu árum og hef­ur grein­in blómstrað síðan þá, sam­hliða því að ár­ang­ur­inn af margra ára rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfi hef­ur sprungið út.

„Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa reynst vera mjög opin fyr­ir nýj­ung­um og fús að vinna með tæknifyr­ir­tækj­um að þróun nýrra lausna. Raun­ar er nú svo komið að fáar at­vinnu­grein­ar á Íslandi eru jafn langt þróaðar og sjáv­ar­út­veg­ur­inn, eða eins vel und­ir­bún­ar fyr­ir fjórðu iðnbylt­ing­una sem er hand­an við hornið,“ seg­ir Guðbrand­ur. „Víða geng­ur mjög vel, fyr­ir­tæk­in eru reiðubú­in að ráðast í metnaðarfull­ar fjár­fest­ing­ar og eru að þreifa fyr­ir sér á nýj­um slóðum, og smit­ast ár­ang­ur­inn út í aðrar grein­ar tengd­ar sjáv­ar­út­vegi.“

mbl.is/​Styrm­ir Kári

Bara þann tíma sem Guðbrand­ur hef­ur verið viðriðinn sjáv­ar­út­veg hafa þar orðið stór­stíg­ar fram­far­ir. Hann sett­ist ný­lega í fram­kvæmda­stjóra­stól­inn hjá Borgarplasti, en hann byrjaði hjá Íslensk­um sjáv­ar­af­urðum um miðjan 9. ára­tug­inn og var árið 1996 ráðinn fram­kvæmda­stjóri Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga.

„Þá voru af­köst­in við vinnslu á þorski um 14 kg á mann­tím­ann og þegar ég skipti um starfs­vett­vang átta árum síðar var sú tala kom­in upp í hart­nær 35 kg, þökk sé auk­inni tækni­væðingu. Í dag er ekki óal­gengt að af­köst á hvern starfs­mann í fisk­vinnslu séu á bil­inu 65-90 kg á klukku­stund og á sama tíma eru vél­arn­ar að losa starfs­fólkið við mörg erfiðustu og ein­hæf­ustu verk­in.“

Þarf að höfða til unga fólks­ins

Ekki er út­lit fyr­ir annað en að á kom­andi ára­tug muni þró­un­in halda áfram í sömu átt. Guðbrand­ur nefn­ir verk­efni á borð við Sjáv­ar­klas­ann þar sem ný­sköp­un­in blómstr­ar, en jafnt stór sem smá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki virðast leggja sig fram við að sinna alls kyns þró­un­ar­starfi af metnaði. „Það sem reynsl­an sýn­ir okk­ur er að þró­un­ar­starfið skil­ar sér ótrú­lega fljótt inn í rekst­ur fyr­ir­tækja og von­andi að grein­in beri gæfu til að halda sig á þess­ari braut.“

Hef­ur Guðbrand­ur helst áhyggj­ur af að erfiðlega geti gengið að vekja áhuga unga fólks­ins á því að leggja það fyr­ir sig að starfa í sjáv­ar­út­vegi. Eft­ir hrun jókst til muna aðsókn í hvers kyns sjáv­ar­út­veg­stengt nám og hef­ur bæst við náms­fram­boðið bæði á há­skóla- og fram­halds­skóla­stigi.

„En eft­ir sem áður er margt sem tog­ar í unga fólkið að leggja eitt­hvað annað fyr­ir sig. Er áríðandi að því verði komið vel til skila að það sé eft­ir­sókn­ar­vert að vinna í sjáv­ar­út­vegi og að spenn­andi verk­efni bíði fólks með góða tækni- og iðnmennt­un,“ seg­ir hann. „Störf­in í sjáv­ar­út­vegi hafa breyst, í takt við breyt­ing­arn­ar í grein­inni al­mennt, og ein­kenn­ast ekki síst af því að vera skap­andi störf þar sem þarf að finna góðar lausn­ir á fjöl­breytt­um vanda­mál­um. Þetta eru störf þar sem fólk get­ur séð afrakst­ur vinn­unn­ar með eig­in aug­um og vita þeir sem reynt hafa hvað það er upp­skrift að mik­illi starfs­ánægju að hafa t.d. átt þátt í því að þróa nýja vinnsluaðferð eða hanna nýja tækni.“

Viðtalið var birt í 200míl­um sem gefið var út 31. októ­ber.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: