Jane Fonda handtekin á ný

00:00
00:00

Leik­kon­an og lofts­lagsaðgerðasinn­inn Jane Fonda var hand­tek­in í gær fyr­ir að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um í banda­ríska þing­hús­inu í Washingt­on. Þetta er í annað skiptið á skömm­um tíma sem hin 81 ára Fonda er hand­tek­in fyr­ir mót­mæli, en óheim­ilt er að mót­mæla í þing­hús­inu.

Jane Fonda er hvergi af baki dottin og heitir áframhaldandi …
Jane Fonda er hvergi af baki dott­in og heit­ir áfram­hald­andi mót­mæl­um. AFP

Fonda hafði komið sér fyr­ir á gólfi þing­húss­ins með hópi fólks, en þeirra á meðal voru leik­kon­urn­ar Ros­anna Arqu­ette og Cat­her­ine Keener. Fonda sagði að Greta Thun­berg hefði veitt sér inn­blást­ur. „Það er hægt að berj­ast á marg­an hátt fyr­ir málstaðnum. En ég er inn­blás­in af Gretu Thun­berg og ung­um aðgerðasinn­um um víða ver­öld,“ sagði Fonda við hand­tök­una.

„Ég er þekkt. Svo ég nýti mér frægð mína til að koma þeim skila­boðum á fram­færi að við stönd­um frammi fyr­ir ástandi og það, hvernig við bregðust við því, gæti skorið úr um hvort og hvernig börn­in okk­ar og barna­börn­in muni eiga bæri­lega framtíð.“

Jane Fonda var leidd á brott af lögreglumönnum í gær.
Jane Fonda var leidd á brott af lög­reglu­mönn­um í gær. AFP

Leik­kon­an var í haldi lög­reglu í nótt og til stend­ur að hún komi fyr­ir dóm­ara í dag. Hún hef­ur verið ákærð fyr­ir átroðning og trufl­un. Hún er hvergi af baki dott­in í mót­mæl­un­um og hef­ur þegar boðað að hún muni mót­mæla næst­kom­andi föstu­dag ásamt stofn­anda ís­fram­leiðand­ans Ben & Jerry, leik­kon­unni Dia­ne Lane og leik­ar­an­um Mark Ruffalo. Hún seg­ist vera til­bú­in til að láta hand­taka sig eins lengi og þörf þyki, a.m.k. fram í miðjan janú­ar, en þá snýr hún aft­ur til starfa við upp­tök­ur á þátt­un­um vin­sælu Grace and Frankie sem sýnd­ir eru á Net­flix.

Jane Fondaí hópi mótmælenda við þinghúsið í Washington í gær.
Jane Fondaí hópi mót­mæl­enda við þing­húsið í Washingt­on í gær. AFP
Jane Fonda fyrir miðju og leikkonan Rosanna Arquette (til vinstri) …
Jane Fonda fyr­ir miðju og leik­kon­an Ros­anna Arqu­ette (til vinstri) í hópi mót­mæl­enda í gær. AFP
mbl.is