„Augu brenna, slík er mengunin.“

00:00
00:00

Millj­ón­ir íbúa höfuðborg­ar Ind­lands, Delí, hófu dag­inn á að reyna að kom­ast leiðar sinn­ar í gegn­um meng­un­ar­ský sem brenn­ir aug­un. Skól­ar eru lokaðir, bannað er að keyra og fram­kvæmd­ir stöðvaðar á meðan eit­ur­guf­ur valda íbú­um óþæg­ind­um og van­líðan. 

Eitruð meng­un er ekki ný af nál­inni í Delí en staðan í dag er sú versta í þrjú ár. Seg­ir borg­ar­stjór­inn að grípa verði til rót­tækra aðgerða. „Það er reykjar­hula yfir öllu og fólk, þar á meðal ung­menni, börn, gam­alt fólk, á í önd­un­ar­erfiðleik­um, seg­ir Ar­vind Kejriwal í mynd­skeiði á Twitter. „Augu brenna, slík er meng­un­in.“

Helm­ingi öku­tækja borg­ar­búa hef­ur verið bannað að aka í borg­inni og ekki er heim­ilt að vinna við bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir. Jafn­framt hef­ur grím­um verið dreift til barna. 

Meng­un­in er víðar á Indlandi því ótt­ast er að meng­un geti farið illa með Taj Mahal, sem er vin­sæl­asti áfangastaður ferðamanna í land­inu. 

Kejriwal sagði í færslu á Twitter fyr­ir helgi að Delí hefði verið breytt í „gas­klefa“.

mbl.is