Það er draumur margra að halda upp á stórafmæli erlendis. Söngkonan Katy Perry fagnaði 35 ára afmæli sínu í lok október og bauð í tilefni þess 64 vinum í langa ferð til Egyptalands. Hópurinn sigldi niður Níl í tíu daga ferð og skoðaði fornminjar Egypta í leiðinni.
Perry er sögð hafa verið yfir sig hrifin af Egyptalandi síðan hún klæddi sig upp sem Kleópatra í tónlistarmyndbandi árið 2014. Hún nýtti afmælið til þess að deila áhuga sínum með vinum sínum.
Félagi Perry birti myndir úr ferðinni á á Instagram-síðu sinni og segir frá ferðinni. Var það ósk söngkonunnar að vinir hennar myndu fara út fyrir rammann og borða alltaf með nýjum félaga. Þannig kynntust allir mjög vel og fólk eignaðist nýja vini.
Hópurinn skoðaði meðal annars píramída og Sfinx-styttuna í Giza. Þann 25. október, á afmælisdegi Perry, borðaði hópurinn í musteri í borginni Edfu og reið á kameldýrum inn í nóttina í eyðimörkinni.
Það voru ekki bara vinir Perry sem voru himinlifandi með ferðina. Perry sjálf geislaði á myndum sem hún birti á Instagram.
View this post on Instagram✨this is living✨ Egypt Oct 2109
A post shared by KATY PERRY (@katyperry) on Nov 2, 2019 at 11:16pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Markus Molinari (@markusmolinari) on Oct 31, 2019 at 3:47am PDT