Frekar bjartsýnn á loðnuvertíð 2021

Hrogn loðnunnar eru verðmæt afurð.
Hrogn loðnunnar eru verðmæt afurð. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Já, ég er frekar bjartsýnn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur spurður hvort hann telji líkur á loðnuvertíð 2021. Hann tekur þó fram að margt geti gerst fram að vertíð eftir 14-15 mánuði.

Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland og fyrir hvali, seli, þorskfiska og fleiri tegundir er hún mikilvæg fæða. Beint mat á afráni á loðnu að sumri og hausti liggur ekki fyrir.

Minni líkur eru taldar á loðnuvertíð í vetur, þ.e. í ársbyrjun 2020, og yrði það þá annað árið í röð sem engar loðnuveiðar yrðu leyfðar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina