Frekar bjartsýnn á loðnuvertíð 2021

Hrogn loðnunnar eru verðmæt afurð.
Hrogn loðnunnar eru verðmæt afurð. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Já, ég er frek­ar bjart­sýnn,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur spurður hvort hann telji lík­ur á loðnu­vertíð 2021. Hann tek­ur þó fram að margt geti gerst fram að vertíð eft­ir 14-15 mánuði.

Loðnan er mik­il­væg­ur hlekk­ur í vist­kerfi sjáv­ar við Ísland og fyr­ir hvali, seli, þorsk­fiska og fleiri teg­und­ir er hún mik­il­væg fæða. Beint mat á afráni á loðnu að sumri og hausti ligg­ur ekki fyr­ir.

Minni lík­ur eru tald­ar á loðnu­vertíð í vet­ur, þ.e. í árs­byrj­un 2020, og yrði það þá annað árið í röð sem eng­ar loðnu­veiðar yrðu leyfðar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina