Víða eru tækifæri til að gera enn betur

Niceland Seafood gerir neytendum mögulegt að skoða allt ferðalag fisksins …
Niceland Seafood gerir neytendum mögulegt að skoða allt ferðalag fisksins frá veiðum yfir í kæliborð verslunar. Ljósmynd/Niceland

Marg­ir bíða spennt­ir eft­ir að sjá hver hrepp­ir Hvatn­ing­ar­verðlaun Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar og TM í næstu viku. Þrjú stór­merki­leg fyr­ir­tæki hafa verið til­nefnd og er dóm­nefnd­in ekki öf­undsverð af því hlut­skipti að þurfa að gera upp á milli þeirra.

Hólm­fríður Sveins­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Genís á Sigluf­irði, er formaður val­nefnd­ar­inn­ar sem til­nefndi þessi þrjú fé­lög úr stór­um hópi til­lagna sem bár­ust úr ýms­um átt­um. „Verðlaun­in eru veitt ung­um fyr­ir­tækj­um eða sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­um fyr­ir nýbreytni og þró­un­ar­verk­efni sem þykja hafa skarað fram úr og skapa vænt­ing­ar um mik­il­vægt fram­lag í framtíðinni sem treysta mun stoðir ís­lensks sjáv­ar­út­vegs,“ út­skýr­ir Hólm­fríður en fyr­ir­tæk­in þrjú sem koma til greina í ár eru Sjáv­ar­klas­inn, Cod­land og Nice­land Sea­food.

Hólmfríður Sveinsdóttir.
Hólm­fríður Sveins­dótt­ir. mbl.is/​Hari

„Þau eiga það öll sam­eig­in­legt að vera afurðir stefnu­mörk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi þar sem sjálf­bærni, verðmæta­sköp­un og auk­in fram­legð hafa verið sett sem mark­mið og hug­vit og markaðsþekk­ing notuð til að drífa þróun þeirra áfram. Nú þegar hæg­ir á hag­vexti er lík­legt og mik­il­vægt að fyr­ir­tæki af þess­um toga stuðli að bata í ís­lensku hag­kerfi á næstu árum.“

Hugsað í lausn­um

Starf­semi fyr­ir­tækj­anna er mjög ólík en öll hafa þau vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir öfl­ugt starf og áhuga­verðar lausn­ir. „Nice­land Sea­food varð fyrsta fyr­ir­tækið til að selja fersk­an ís­lensk­an fisk með rekj­an­leika­lausn sem leyf­ir neyt­end­um að sjá ferðalag fisks­ins allt frá því hann var veidd­ur og þar til hann var af­hent­ur í versl­un eða á veit­inga­húsi. Kóði sem fylg­ir fisk­in­um er skannaður inn í Nice­land-snjallsíma­for­rit sem sýn­ir upp­runa fisks­ins á mynd­ræn­an hátt og gef­ur neyt­anda jafn­framt aðgang að eft­ir­lits­gögn­um og vott­un­um, veit­ir upp­lýs­ing­ar um nær­ing­ar­gildi og býður upp á fjölda upp­skrifta,“ seg­ir Hólm­fríður en Nice­land Sea­food hef­ur sótt af krafti inn á Banda­ríkja­markað og um­svif fyr­ir­tæk­is­ins vaxið hratt.

„Þau hafa náð að svara kalli neyt­enda eft­ir betri og ít­ar­legri upp­lýs­ing­um um upp­runa og eig­in­leika mat­vöru, og kröfu markaðar­ins um sjálf­bæra nýt­ingu sjáv­ar­stofna. Um leið felst í nálg­un Nice­land mik­il­vægt tæki­færi til að aðgreina sér­stöðu og verðmæti villts fisks.“

Hjá Cod­land hef­ur áhersl­an verið á að full­nýta þorskinn og leita leiða til að fram­leiða hágæðavöru úr hliðar­af­urðum sem verða til við veiðar og vinnslu. „Þau eru að vinna með hluti eins og haus­inn og hrygg­inn, slóg, roð og bein og eru að þróa aðferðir til að skapa sem mest verðmæti úr þess­um afurðum,“ út­skýr­ir Hólm­fríður. Afrakst­ur­inn af starfi Cod­land er m.a. kalk- og kolla­gen-fæðubót­ar­efni, hágæðalýsi og nær­ing­ar­ríkt mjöl til að nota sem dýra­fóður eða sem líf­ræn­an áburð.

Codland setti meðal annars á markað drykk með kollageni sem …
Cod­land setti meðal ann­ars á markað drykk með kolla­geni sem ger­ir húð og liðum gott. Ófeig­ur Lýðsson

Að sögn Hólm­fríðar hef­ur starf Cod­lands sýnt að full­nýt­ing teg­unda eins og þorsks­ins er mögu­leg, og þarf ekki að vera svo flókið eða kostnaðarsamt að breyta vinnu- og vinnslu­ferl­um þannig að ekk­ert fari til spill­is. „Hliðar­af­urðirn­ar hafa líka að geyma verðmæt nær­ing­ar­efni sem eru lík­am­an­um nauðsyn­leg og eiga fullt er­indi við markaðinn.“

Starf­semi Sjáv­ar­klas­ans þarf svo varla að kynna fyr­ir les­end­um. Frá stofn­un árið 2011 hef­ur Sjáv­ar­klas­inn verið dug­leg­ur að vekja at­hygli á mik­il­vægi ný­sköp­un­ar og í Húsi Sjáv­ar­klas­ans tókst að skapa um­gjörð utan um frjótt starf ein­yrkja og smá­fyr­ir­tækja sem finna þar bæði hvatn­ingu, stuðning og sam­starf­stæki­færi. „Bæði hef­ur Sjáv­ar­klas­inn eflt ný­sköp­un­ar­starf með ýmsu hætti og líka átt rík­an þátt í að bæta sam­starf fyr­ir­tækja, mennta­stofn­ana og rann­sókn­ar­stofn­ana. Fram­takið hef­ur vakið at­hygli er­lend­is og m.a. orðið fyr­ir­mynd sam­bæri­legra verk­efna í Banda­ríkj­un­um.“

Eig­um tak­markaða auðlind

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með metnaði ís­lenskra sjáv­r­út­vegs­fyr­ir­tækja og -frum­kvöðla und­an­far­inn ára­tug og marg­ir hafa náð undra­verðum ár­angri á skömm­um tíma. Hólm­fríður seg­ir hægt að rekja þetta blóm­lega ný­sköp­un­ar­starf allt aft­ur til þess tíma þegar kvóta­kerfið var sett á: „Það varð til þess að þvinga fyr­ir­tæk­in inn í þessa hugs­un, enda varð öll­um ljóst að við erum að vinna með tak­markaða auðlind. Þetta hef­ur síðan reynst lyk­ill­inn að ár­angri grein­ar­inn­ar og í dag er sjáv­ar­út­veg­ur­inn senni­lega sú at­vinnu­grein á Íslandi sem hef­ur hvað mesta for­ystu í alþjóðlegri sam­keppni.“

Hólm­fríður seg­ir mik­il­vægt að hafa það hug­fast að for­skot ís­lensks sjáv­ar­út­vegs vari ekki að ei­lífu og nauðsyn­legt að slá hvergi af í þró­un­ar- og rann­sókn­ar­starfi. Víða séu tæki­færi til að gera bet­ur, nýta nýj­ustu tækni til að spara hand­tök og auka gæði, eða búa til verðmæta vöru úr hrá­efni sem í dag fer í súg­inn. Hún seg­ir jafn­vel vert að skoða hvort skylda eigi út­gerðir til að koma með all­ar hliðar­af­urðir í land, svipað og þær eru í dag skyldug­ar til að landa þeirri fisklif­ur sem fell­ur til þegar afl­inn er slægður. „Sem dæmi um áhuga­verða og vannýtta hliðar­af­urð eru fisk­mag­ar, en það er stór markaður fyr­ir þá víða í Asíu, og hrá­efni sem við eig­um al­veg eft­ir að reyna að skapa verðmæti úr.“

Í öðrum til­vik­um þarf að gera breyt­ing­ar á reglu­verki í takt við tækni­fram­far­ir. „Líf­tæknifyr­ir­tæki hafa þróað betri aðferðir til að vinna og hreinsa lýsi en reglu­gerðirn­ar taka mið af eldri tækni og leyfa ekki að lýsi sem unnið er úr slógi sé notað til mann­eld­is.“

Missi ekki damp­inn

Þá hef­ur Hólm­fríður áhyggj­ur af að það geti dregið þrótt­inn úr ný­sköp­un­inni ef þreng­ir að hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um sem mörg hafa haft beina aðkomu að stofn­un efni­legra sprota. Virðist sem að á sum­um stöðum sé komið annað hljóð í strokk­inn nú en fyrr á þess­um ára­tug þegar rekstr­ar­skil­yrði sjáv­ar­út­vegs­ins voru betri og meira svig­rúm í rekstr­in­um. „Það er breyti­legt eft­ir út­gerðarfé­lög­um hversu reiðubú­in þau eru að beina kröft­um sín­um og fjár­magni í ný­sköp­un og þróun, en þau sem hafa sýnt hvað mest­an metnað sjá góðan ár­ang­ur af starf­inu. Er skemmst að minn­ast þess að af þeim fyr­ir­ækj­um sem hlotið hafa Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands frá ár­inu 2012 eru átta tengd sjáv­ar­út­vegi.“

Eitt og annað mætti laga til að örva ný­sköp­un enn frek­ar og nefn­ir Hólm­fríður að þrátt fyr­ir já­kvæðar breyt­ing­ar á skatta­lög­um, sem létta byrðar fyr­ir­tækja sem verja miklu fjár­magni til rann­sókna og þró­un­ar, séu fyr­ir­tæk­in oft á tíðum ekki að nýta sér all­ar heim­ild­ir lag­anna þar sem þau telja það of flókið. „Og þrátt fyr­ir áherslu nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar á ný­sköp­un er verið að draga úr fjáfram­lög­um rík­is­ins til Tækniþró­un­ar­sjóðs sem ger­ir þekk­ing­ar­vinnu á fyrstu stig­um ný­sköp­un­ar erfitt fyr­ir.“

Þessu til viðbót­ar þarf mikið fjár­magn og þol­in­mótt til að nýta ný tæki­færi á sviði líf­tækni, hvað þá ef mögu­leik­ar koma í ljós á fæðubót­ar­efna- eða lyfja­markaði. „Þar dug­ar ekk­ert minna en vandaðar og um­fangs­mikl­ar rann­sókn­ir sem eru kostnaðarsam­ar og taka tíma. Þannig fjár­fest­ingu fylg­ir alltaf áhætta sem erfitt hef­ur verið að fá ís­lenskt fjár­magn í, en gangi allt að ósk­um tekst að búa til verðmæta vöru.“

Viðtalið var fyrst birt í 200 míl­um 31. októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: