Dæla 60 tonnum af fiski á klukkustund

Value Pump-dælan getur flutt 60 tonn af uppsjávarfiski á klukkustund. …
Value Pump-dælan getur flutt 60 tonn af uppsjávarfiski á klukkustund. Prófanir fóru fram hér á landi í sumar. Ljósmynd/Skaginn 3X

Skoska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Den­holm Sea­foods hef­ur skrifað und­ir kaup á 16 tommu Valu­ePump frá Skag­an­um 3X, eft­ir nokk­urra mánaða rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu sem fyr­ir­tæk­in stóðu sam­an að, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X.

Fram kem­ur að nýj­asta hönn­un Value Pump-dæl­unn­ar af­kasti allt upp í 60 tonn­um af upp­sjáv­ar­fiski á klukku­stund og flyt­ur hún hrá­efni um 200 metra frá höfn­inni að vinnslu Den­holm í gegn­um 16 tommu rör.

Ragn­ar Arn­björn Guðmunds­son, svæðis­sölu­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir hönn­un og þróun dæl­unn­ar hafa verið áskor­un. „En afrakst­ur erfiðis­ins er hrein­lega magnaður. […] Við höf­um verið í þró­un­ar­vinnu und­an­farna mánuði með Value Pump-dæl­una og ég er virki­lega stolt­ur að segja frá því að hún get­ur af­kastað 60 tonn­um á klukku­stund og get­ur dælt hrá­efni upp á við um allt að 10 metra, allt eft­ir ósk­um kaup­and­ans. Mik­il­væg­ast af öllu er það hversu vel dæl­an fer með hrá­efnið meðan á flutn­ingi stend­ur, sem trygg­ir viðhald á gæðum hrá­efn­is­ins.“

Bent er á í til­kynn­ingu fé­lags­ins að dæl­an hafi verið fram­leidd hjá fyr­ir­tæk­inu frá ár­inu 1994, en á síðasta ári hóf fyr­ir­tækið rann­sókn­ir og próf­an­ir á nýrri og bættri hönn­un og flyt­ur hún hrá­efni í gegn­um „lokað lágþrýst­ingslagna­kerfi með lofti og vökva sem get­ur verið breyti­leg­ur, allt eft­ir teg­und afurðar og hvaða virðis­auka er óskað eft­ir meðan á flutn­ingi stend­ur. Til að mynda er mögu­legt að bæta við vökva­hringrás, krapa­kerfi, varma­skipt­um, pækil­kerfi og fleiru til þess að ná fram virðis­auka hrá­efn­is.“

Frey­steinn Nonni Mána­son frá Skag­an­um 3X mun flytja er­indi um 16 tommu Value Pump á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni í Hörpu sem sett var í morg­un.

mbl.is