Tónlistarveislan Airwaves fór af stað með látum í gærkvöldi. Fólk lét vel af tónleikum dularfulla kúrekans Orville Peck sem kom fram í Hafnarhúsinu en hann er einn þekktasti erlendi listamaðurinn sem kemur fram á hátíðinni í ár og kemur ávallt fram með grímu.
Sem fyrr eru það þó íslenskt tónlistarfólk sem er í aðalhlutverki eins og sjá má á myndum Eggerts Jóhannessonar ljósmyndara mbl.is.
Í kvöld heldur veislan áfram þar sem hægt verður að sjá listamenn á borð við Seabear, Warmland, Hjaltalín, Mac DeMarco, Between Mountains og Axel Flóvent.
Kul komu fram á Gauknum.
mbl.is/Eggert
Finnska rokksveitin The Holy á Kex.
mbl.is/Eggert
Kælan Mikla er funheit þessa dagana.
mbl.is/Eggert
Kælan Mikla í Listasafninu.
mbl.is/Eggert
Erlendir gestir flykkjast á Airwaves.
mbl.is/Eggert
Valborg Ólafs í Hressingarskálanum.
mbl.is/Eggert
Ragnar Zolberg rokkaði á Gauknum.
mbl.is/Eggert
IamHelgi kom fram á Hard Rock.
mbl.is/Eggert
Áhorfendur fylgjast með á Hard Rock.
mbl.is/Eggert
Liðsmaður í sveit Orvilles Peck stillir strengina.
mbl.is/Eggert
Ásta var á Hressó.
mbl.is/Eggert
Þessi mynd er ekki í boði Heineken.
mbl.is/Eggert
Það þarf að róta græjum fyrir og eftir tónleika. Hér sjást Hipsumhaps takast á við þetta óvinsæla verkefni.
mbl.is/Eggert
aYia eru ávallt sjónræn. Þau komu fram í Listasafninu.
mbl.is/Eggert
Una Schram var á Hard Rock.
mbl.is/Eggert
Hljómsveitin Konfekt á Hressó.
mbl.is/Eggert
Það getur borgað sig að vera tímanlega á tónleikastað og taka sér góða stöðu til að njóta tónleikanna sem best.
mbl.is/Eggert
Áhorfendur kunnu vel að meta Orville Peck.
mbl.is/Eggert