Rafrænt eftirlit ekki fullkomin lausn

Málstofan um rafrænt eftirlit vakti töluverða athygli á sjávarútvegsráðstefnunni í …
Málstofan um rafrænt eftirlit vakti töluverða athygli á sjávarútvegsráðstefnunni í dag. Þar var rætt um kosti og galla slíks fyrirkomulags. mbl.is/Gunnlaugur

Erfiðlega hef­ur gengið að skrá­setja raun­veru­legt um­fang brott­kasts, að því er fram kom í máli Jónas­ar R. Viðar­son­ar, fag­legs leiðtoga á sviði rann­sókna og ný­sköp­un hjá Matís. En hann var einn frum­mæl­enda á mál­stofu um raf­vætt eft­ir­lits með fisk­veiðum á sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni sem hald­in er í Hörpu í dag og á morg­un.

Ra­f­rænt eft­ir­lit snýr að því að komið verði upp mynda­vél­um, gps tækj­um og nem­um sem geta fylgst með veiðum og brott­kasti til þess að efla eft­ir­lit til muna. Benti Jón­as á að að kostnaður við ra­f­rænt eft­ir­lit er mun minna en ella. Til mynda hafa rann­sókn­ir sýnt að kostnaður við eft­ir­lit með 100% af fiski­flota gæti kostað 102 til 247% meira sé það fram­kvæmt með eft­ir­lits­mönn­um í stað ra­f­ræns búnaðar.

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er vel sótt og sást það við setningu …
Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an 2019 er vel sótt og sást það við setn­ingu henn­ar í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá hef­ur um 1.200 kerf­um verið komið upp á heimsvísu til þessa. Flest þeirra eru í Banda­ríkj­un­um og eru þau yfir fimm hundruð þar í landi. Þá hef­ur mælst veru­leg­ur ábati af ra­f­rænu eft­ir­liti, að sögn Jónas­ar.

Hann sagði helstu kosti slíkra kerfa vera að þau geta veitt eft­ir­lit á öll­um bát­um og skip­um sem stunda veiðar. Einnig sé eft­ir­litið tengt staðsetn­ing­ar­búnaði sem get­ur kort­lagt ná­kvæm­lega hvar at­vik eiga sér stað auk þess sem eft­ir­lits­búnaður­inn sé ávallt hlut­laus í störf­um.

Hins veg­ar get­ur slík­ur búnaður ekki greint inni­hald í maga fisks eða aðra þætti sem hægt er að skoða þegar manns­hend­ur eru ann­ars veg­ar, út­skýrði Jón­as og benti á að ávallt mun þurfa fólk til þess að meta gögn­in sem búnaður­inn býr til. Þá þarfn­ast slíkt eft­ir­lit tals­vert tækni­legt ut­an­um­hald auk þess sem það þurfi tals­verða fjár­fest­ingu í upp­hafi. Að lok­um benti hann á að einnig sé álita­mál hvort ra­f­rænt eft­ir­lit upp­fylli per­sónu­vernd­ar­kröf­ur.

Mynd­grein­ing­ar­tækni ger­ir mis­tök

Tölv­ur eru mjög góðar til þess að greina mynstur en gervi­greind get­ur einnig átt í erfiðleik­um við að greina mynd­efni með nægi­lega mik­illi ná­kvæmni, sagði Leif­ur Magnús­son, sviðsstjóri upp­lýs­inga­tækni hjá Fiski­stofu, í er­indi sínu.

Þá spurði hann hvort það væri ekki ósk­andi að gervi­greind gæti komið auga á brott­kast, slökkt á vél bát­ar og hringt í Land­helg­is­gæsl­una, en svaraði sjálf­ur að vand­inn felst í að mynd­grein­ing­ar­tækni gervi­greind­ar geri enn mörg mis­tök auk þess sem mynd­gæði get­ur orðið erfitt viðfangs­efni á sjó.

Leif­ur úti­lokaði þó ekki að við ákveðnar aðstæður get­ur slík tækni hentað vel. „En eins og staða tækn­inn­ar er nú mun hún ekki getað komið í stað eft­ir­liti manna,“ sagði hann og benti meðal ann­ars á að mynda­vél­ar geta átt erfitt með að greina vigt á grund­velli mynda auk teg­unda.

Árang­ur­inn háð til­gangi

Kristian S Plet-Han­sen, hjá haf­rann­sókna­stofn­un Tækni­há­skóla Dan­mörku, kynnti á mál­stof­unni rann­sókn­ir og til­raun­ir gerðar hafa verið með raf­vætt eft­ir­lit fisk­veiða í Dan­mörku, en fyrstu próf­an­ir fóru fram árin 2008 til 2009. Fjallaði hann þó sér­stak­lega um reynslu ár­anna 2010 til 2016 þegar tóku 12 til 24 skip og bát­ar þátt á tíma­bil­inu.

Í upp­hafi tók nokk­urn tíma að vinna úr þeim gögn­um sem bár­ust í gegn­um kerfið þar sem þurfti mannsaugu til þess að mæla lengd og greina teg­und. Hins veg­ar hafi farið að draga veru­lega úr þeim tíma sem hvert mál krafðist eft­ir hug­búnaðar­upp­færslu, að sögn Plet-Han­sen.

Þá benti hann á að sum­ar áætlan­ir gera ráð fyr­ir að það myndi kosta um 4,9 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 676 millj­ón­ir ís­lenskra króna, að koma fyr­ir búnaði í 400 skip eða báta. En eft­ir að hon­um væri komið fyr­ir gæti ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður verið um 1,7 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 235 millj­ón­ir ís­lenskra króna. Sagði Plet-Han­sen þenn­an kostnað mjög lít­inn bor­in sam­an við kostnað sem sam­bæri­legt eft­ir­lit myndi kosta ef það yrði fram­kvæmt af fólki.

Árang­ur­inn og þar af leiðandi hag­kvæmn­in sem felst í ra­f­rænu eft­ir­liti er háð því hvert mark­mið þess er, að sögn Plet-Han­sen sem vísaði til þess að veiðifæri, hvort færi­band sé til staðar eða ekki og teg­und­ir sem veidd­ar hef­ur allt áhrif á hver af­köst búnaðar­ins er.

mbl.is