Róbótinn kann að handleika fiskinn

Kristján Ármannsson hjá Samey segir að næsta stóra skrefið í …
Kristján Ármannsson hjá Samey segir að næsta stóra skrefið í róbotavæðingu verði svokallaðir samvinnuróbótar sem geta unnið innan um fólk og þurfa ekki að vera geymdir innan öryggisgirðingar. mbl.is/Hari

Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru rétt að byrja að nýta sér mögu­leika ró­bóta­tækni. Eng­inn vafi er á að þess­ar óþreyt­andi undra­vél­ar munu smám sam­an ná meiri út­breiðslu og gæti jafn­vel verið að einn dag­inn snerti manns­hönd­inn aldrei fisk­inn, allt frá því hann kem­ur úr net­inu og þar til hann er kom­inn, snyrt­ur og fínn, í kassa ofan á bretti.

Kristján Ármanns­son, yf­ir­maður tækni­legra lausna hjá Sam­ey, mun halda er­indi á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni næst­kom­andi fimmtu­dag þar sem hann fjall­ar um það hlut­verk sem ró­bót­ar munu leika í sjálf­virkni­væðingu sjáv­ar­út­vegs­ins.

Sam­ey varð 30 ára í fyrra og hef­ur frá upp­hafi sér­hæft sig í stýri­lausn­um fyr­ir iðnað. Fyr­ir­tækið hef­ur um 20 ára reynslu af ró­bóta­lausn­um og hef­ur í dag sett upp hér um bil 120 ró­bóta, en þar af er helm­ing­ur­inn í notk­un hjá norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um. „Eins og oft vill verða gerðist það fyr­ir hálf­gerða til­vilj­un að við hóf­um að bjóða upp á ró­bóta fyr­ir sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi. Við vor­um feng­in til að setja upp kerfi hjá lax­eld­is­stöð í Fær­eyj­um sem svo fór á haus­inn og var ró­bót­inn þeirra seld­ur notaður til Nor­egs. Þar reynd­ist hann vel og hægt og ró­lega hjálpaði orðsporið til að búa til ágæt­is markað fyr­ir okk­ur þar í landi.“

Vinna sem þætti ein­hæf og slít­andi

Ró­bót­arn­ir hafa einkum verið notaðir til að stafla köss­um á bretti enda henta þessi tæki vel til að lyfta þung­um hlut­um og sí­end­ur­taka sömu hreyf­ing­una. „Hjá norskri fisk­eld­is­stöð get­ur þetta verið óskap­legt magn af laxi sem fer í gegn­um vinnsl­una og al­gengt að hver stöfl­un­ar­ró­bóti raði í kring­um 10.000 köss­um á dag. Myndi þurfa tölvu­erðan mann­skap til að stafla sama fjölda af köss­um auk þess að um er að ræða lík­am­lega erfiða, ein­hæfa og slít­andi vinnu sem fáir eru vilj­ug­ir að taka að sér,“ út­skýr­ir Kristján.

En það væri hægt að láta ró­bót­ana gera fleira, og sér Kristján fyr­ir sér að röð ró­bóta við snyrtilínu gæti t.d. skorið orma og skemmd­ir úr flök­um. „Nú þegar er hægt að nýta ró­bóta­arma til að raða fisk­flök­um og -bit­um ofan í kassa. Er þá tölvu­sjón notuð til að greina stærð, þyngd og lög­un flaks­ins á færi­band­inu og tek­ur ró­bót­inn bit­ann síðan blíðlega upp og legg­ur ofan í öskju eft­ir ákveðnum regl­um svo að bæði fari vel um hrá­efnið og rétt magn af fiski sé í hverj­um umbúðum.“

mbl.is/​Hari

Les­end­ur ættu ekki að halda að stór og klunna­leg krumla grípi utan um fisk­inn með til­heyr­andi hnjaski. Sam­ey hann­ar grip­arma sem fara vel með hrá­efnið og geta meðhöndlað fisk­inn af meiri ná­kvæmni og var­færni en manns­hönd­in. „Einn helsti kost­ur ró­bóta er end­ur­tekn­ing­ar­ná­kvæmn­in. Ró­bóti get­ur gert hlut­ina ná­kvæm­lega eins í hvert sinn, eins oft og þess er óskað, sem hjálp­ar fram­leiðend­um við að tryggja jöfn gæði. Þá get­ur líka átt þátt í að lengja hillu­líf vör­unn­ar að manns­hönd­in kom­ist sem minnst, og jafn­vel aldrei, í snert­ingu við fisk­inn enda alltaf ein­hver hætta á að ör­ver­ur ber­ist í bita eða flak við hverja snert­ingu.“

Ekki fer milli mála að ró­bót­ar geta verið vinnu­spar­andi, en get­ur verið að á móti komi að þeir kalli á mikið viðhald eða geri þrif í fisk­vinnsl­um flókn­ari? Sam­ey not­ast við ró­bóta frá jap­anska fram­leiðand­an­um Fanuc og seg­ir Kristján að um sé að ræða tæki sem eru þekkt fyr­ir góða end­ingu og litla viðhaldsþörf. „Kaup­end­ur gera mjög rík­ar kröf­ur um rekstr­arör­yggi og hafa litla þol­in­mæði fyr­ir því ef ró­bót­ar bila ótt og títt. Nú er tækn­in orðin svo góð að bil­an­ir eru mjög sjald­gæf­ar og þarf ekki að smyrja ró­bóta frá Fanuc nema einu sinni á ári.“

Aðspurður hvernig þrif­un­um er háttað seg­ir Kristján að til séu sér­út­bún­ir rót­bóta­arm­ar sem hafa verið hannaðir gagn­gert fyr­ir mat­væla­fram­leiðslu. Eru þeir þá þannig smíðaðir að vél- og raf­magns­búnaður þolir auðveld­lega þvotta- og hrein­lætis­kröf­ur. „En þegar komið er að ró­bót­um sem stafla köss­um þá erum við kom­in úr mat­væla­fram­leiðslu­um­hverf­inu enda búið að pakka fisk­in­um vand­lega í umbúðir, og ekki jafn strang­ar regl­ur um hrein­læti við stöfl­un og flutn­inga.“

Merki­legt nokk eru ró­bót­arn­ir sjálf­ir ekki svo dýr­ir, enda fjölda­fram­leidd­ir – og vita­skuld eru ró­bót­ar notaðir við fram­leiðsluna hjá Fanuc. „Sem dæmi má áætla að ein­fald­ur stafl­ari kosti á bil­inu 15-20 millj­ón­ir króna en þar af kost­ar ró­bót­inn sjálf­ur aðeins þriðjung upp­hæðar­inn­ar. Af­gang­ur­inn kem­ur til af því að smíða þarf und­ir­stöðu og grip­verk­færi, smíða ör­ygg­is­búnað og girðing­ar í kring­um vinnusvæði ró­bót­ans, og vita­skuld for­rita tækið til að leysa vel af hendi það verk­efni sem því er falið. Á þessu verðbili sést vel að ró­bóti þarf ekki að spara mörg ár­s­verk til að fjár­fest­ing­in sé fljótt búin að borga sig.“

Mun­um starfa við hlið ró­bót­anna

En hvað með að nota ró­bóta um borð í skip­um? „Þar eru aðstæður vissu­lega erfiðar, en það trufl­ar ekki ró­bót­ann þó að skipið vaggi og ekk­ert mál fyr­ir hann að tak­ast á við þá krafta sem mynd­ast við hreyf­ingu skips­ins. Vand­inn ligg­ur mun frek­ar í því að oft er lítið plás til að koma ró­bóta fyr­ir, sér­stak­lega á eldri skip­um, og þá myndi þurfa að ganga mjög vel frá ró­bóta­armi sem væri t.d. staðsett­ur uppi á dekki til að hjálpa til við meðferð veiðarfæra, enda myndi arm­ur­inn þurfa að vera und­ir ber­um himni og þola það að sjór gangi yfir skipið.“

Næsta skref í ró­bóta­væðing­unni mun síðan fel­ast í ró­bót­um sem ekki þarf að hafa lokaða inni í ör­ygigs­búri held­ur geta unnið með fólki. Tækn­in kall­ast á ensku „colla­borati­ve ro­bots“, sem þýða mætti sem sam­vinnuró­bóta. „Þeir hreyfa sig hæg­ar svo að ef arm­ur ró­bót­ans rekst utan í starfs­mann veld­ur höggið ekki meiðslum. Með þess­ari gerð ró­bóta geta fólk og vél­ar unnið hlið við hlið og t.d. hægt að sjá fyr­ir sér fisk­vinnslu­línu þar sem ró­bót­inn létt­ir snyrti­fólki vinn­una.“

Viðtalið við Kristján var fyrst birt í 200 míl­um 31. októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: