Tugir skjaldbaka í útrýmingarhættu hverfa úr dýragarði

Cuora flavomarginata skjaldbakan. 49 skjaldbökur þessarar tegundar hurfu úr dýragarðinum.
Cuora flavomarginata skjaldbakan. 49 skjaldbökur þessarar tegundar hurfu úr dýragarðinum. AFP

Rúm­lega 60 skjald­bök­ur í út­rým­ing­ar­hættu eru horfn­ar úr dýrag­arði í suður­hluta Jap­ans og segja yf­ir­völd grun um að þeim hafi verið rænt.

„Við gef­um þeim að borða tvisvar í viku og dýra­hirðir­inn tók eft­ir að þeim hafði greini­lega fækkað,“ hef­ur AFP frétta­veit­an eft­ir Kozue Ohgimi ein­um yf­ir­manna Ok­in­awa dýrag­arðsins.

Við skoðun kom svo í ljós að búið var að losa á nokkr­um stöðum fest­ing­ar á hluta af net­inu sem um­kring­ir heim­kynni skjald­bak­anna. „Net­in voru nógu laus til að full­orðinn ein­stak­ling­ur gæti laum­ast inn á svæðið,“ seg­ir Ohgimi.

Ótt­ast yf­ir­menn dýrag­arðsins nú að skjalbök­un­um kunni að hafa verið stolið með það íhuga að selja þær á svört­um markaði sem fram­andi gælu­dýr. „Þær selj­ast fyr­ir hátt verð,“ bætti Ohgimi við.

15 skjaldbökur af tegundinni Geoemyda japonica hurfu eru meðal þeirra …
15 skjald­bök­ur af teg­und­inni Geoemyda ja­ponica hurfu eru meðal þeirra sem hurfu úr dýrag­arðinum. Báðar teg­und­irn­ar eru á lista yfir dýr í út­rým­ing­ar­hættu. AFP

Búið er að til­kynna um hvarf skjald­bak­anna til lög­reglu sem er nú með málið til rann­sókn­ar.

Skjald­bök­un­ar sem um ræðir eru 64 tals­ins og eru af tveim­ur teg­und­um, Cu­ora flavom­arg­inata og Geoemyda ja­ponica og eru þær stærstu ekki nema 20 sm lang­ar. Báðar eru á lista yfir dýr í út­rým­ing­ar­hætti og telj­ast til „nátt­úru­lífs­ger­sema“ Jap­an, sem fel­ur í sér bann við kaup­um og sölu á þeim.

mbl.is