Vilja að ESB-umsóknin verði dregin til baka

Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn Flokks fólksins.
Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmenn Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­menn Flokks fólks­ins, þau Inga Sæ­land og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þess efn­is að um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið frá ár­inu 2009 verði dreg­in til baka.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni að ákveðin óvissa ríki um það hver staða um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sé. Komið hafi þannig fram ít­rekað hjá sam­band­inu að Ísland hefði ekki dregið hana til baka.

Þannig sé ekki ljóst hvort Evr­ópu­sam­bandið líti svo á að um­sókn­in hafi verið dreg­in til baka eða hvort sam­bandið hafi ein­ung­is fært Ísland af lista yfir um­sókn­ar­ríki sam­kvæmt ósk stjórn­valda til mála­mynda en telji um­sókn­ina enn full­gilda.

Þings­álykt­un hafi verið samþykkt á sín­um tíma um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en hins veg­ar hafi eng­in þings­álykt­un verið samþykkt um að draga um­sókn­ina til baka. Til­gang­ur­inn með þings­álykt­un Flokks fólks­ins er að tryggja að Ísland dragi um­sókn sína um inn­göngu í sam­bandið til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina