Segja Jóhannes hafa flækt Samherja í ólögmæt viðskipti

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

„Það voru okk­ur mik­il von­brigði að kom­ast að því að Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður Sam­herja­fé­lag­anna í Namib­íu, virðist hafa tekið þátt í gagn­rýni­verðum viðskipta­hátt­um og hugs­an­lega flækt Sam­herja í viðskipti sem kunna að vera ólög­mæt.“

Þetta seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins vegna um­fjöll­un­ar Kveiks og Stund­ar­inn­ar um um­svif Sam­herja í Namib­íu.

Þar er Sam­herji m.a. sagður hafa greitt hundruð millj­ón­a í mút­ur til ein­stak­linga tengd­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu til að tryggja aðgang að veiðikvóta þar í landi, en það var Jó­hann­es sem af­henti Wiki­leaks yfir 30.000 skjöl í tengsl­um við starf­sem­ina, sem nú hafa verið birt á vef Wiki­leaks.

Í yf­ir­lýs­ingu Sam­herja seg­ir að Jó­hann­esi hafi verið sagt upp störf­um á ár­inu 2016 eft­ir að hann mis­fór með fé og hegðaði sér með ófor­svar­an­leg­um hætti.

Sam­herji hafi ekk­ert að fela

„Okk­ur er illa brugðið. Ekki ein­ung­is við það að Jó­hann­es staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starf­semi af því tagi sem hann lýs­ir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásök­un­um sín­um að fyrr­um sam­starfs­fólki sínu hjá Sam­herja. Þetta eru ekki vinnu­brögð sem við könn­umst við,“ seg­ir Þor­steinn Már.

Þá er ít­rekað að Sam­herji hafi ráðið alþjóðlegu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að rann­saka starf­sem­ina í Namib­íu. „Sam­herji mun, hér eft­ir sem hingað til, starfa með hlutaðeig­andi stjórn­völd­um sem kunna að rann­saka um­rædd viðskipti í namib­ísk­um sjáv­ar­út­vegi. Ef slík rann­sókn mun eiga sér stað hef­ur Sam­herji ekk­ert að fela. “

Yf­ir­lýs­ing Sam­herja í heild sinni:

„Það voru okk­ur mik­il von­brigði að kom­ast að því að Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður Sam­herja­fé­lag­anna í Namib­íu, virðist hafa tekið þátt í gagn­rýni­verðum viðskipta­hátt­um og hugs­an­lega flækt Sam­herja í viðskipti sem kunna að vera ólög­mæt,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, eft­ir þátt Rík­is­út­varps­ins þar sem marg­vís­leg­ar ásak­an­ir komu fram á hend­ur fyr­ir­tæk­inu.

Jó­hann­esi Stef­áns­syni var sagt upp störf­um á ár­inu 2016 eft­ir að hann mis­fór með fé og hegðaði sér með ófor­svar­an­leg­um hætti. Nú hef­ur hann viður­kennt að hafa tekið þátt í ólög­legri starf­semi á meðan hann stýrði dótt­ur­fé­lög­um Sam­herja í Namib­íu.

Þar til ný­lega höfðum við enga vitn­eskju um um­fang og eðli þeirra viðskipta­hátta sem Jó­hann­es stundaði og óvíst er hvort þeir hafi verið raun­veru­lega með þeim hætti sem hann lýs­ir. Eins og við höf­um þegar greint frá höf­um við ráðið alþjóðlegu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að rann­saka starf­sem­ina í Namib­íu. Í þeirri rann­sókn verður ekk­ert und­an­skilið og mun­um við upp­lýsa um niður­stöður henn­ar þegar þær liggja fyr­ir.

„Okk­ur er illa brugðið. Ekki ein­ung­is við það að Jó­hann­es staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starf­semi af því tagi sem hann lýs­ir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásök­un­um sín­um að fyrr­um sam­starfs­fólki sínu hjá Sam­herja. Þetta eru ekki vinnu­brögð sem við könn­umst við,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son.

Sam­herji hef­ur 35 ára far­sæla viðskipta­sögu víða um heim. Við höf­um ávallt lagt okk­ur fram við um að starfa í sam­ræmi við lög og regl­ur á hverj­um stað. Sam­herji mun, hér eft­ir sem hingað til, starfa með hlutaðeig­andi stjórn­völd­um sem kunna að rann­saka um­rædd viðskipti í namib­ísk­um sjáv­ar­út­vegi. Ef slík rann­sókn mun eiga sér stað hef­ur Sam­herji ekk­ert að fela.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina