„Erum annaðhvort kærulaus eða grunlaus“

„Það er ömurlegt í fyrsta lagi að horfa upp á …
„Það er ömurlegt í fyrsta lagi að horfa upp á það að þau lendi í klónum á spilltu kerfi innanlands en auðvitað viðurstyggð ef auðugir aðilar af Vesturlöndum og jafnvel héðan frá Íslandi séu að nýta sér veika innviði,“ segir Logi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég veit ekki hvort þetta sé fyrsta ný­lendu­brölt Íslend­inga en ég veit alla vega að þetta er óhuggu­leg birt­ing­ar­mynd þess þegar græðgin ber allt annað of­urliði,“ seg­ir Logi Ein­ars­son, þingmaður og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um meint­ar mútu­greiðslur Sam­herja í Namib­íu sem voru af­hjúpaðar í þætti Kveiks í gær­kvöldi. 

Mútu­greiðslurn­ar eiga að hafa farið í vasa ráðamanna í Namib­íu í skipt­um fyr­ir kvóta og al­menna vel­vild. Logi tel­ur að málið veki upp spurn­ing­ar um auðlind­a­stýr­ingu Íslend­inga. Hann ætl­ar að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um um það hvernig eft­ir­liti með ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sem stunda viðskipti í kjöl­far þró­un­ar­sam­vinnu er háttað.

„Auðvitað eru þess­ar ásak­an­ir grafal­var­leg­ar og maður fyll­ist óhug. Þetta er þjóð sem er rík af auðlind­um en hef­ur verið fá­tæk og arðrænd í mjög lang­an tíma. Svo brýst hún til sjálfs­stjórn­ar og við kom­um að þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un á þeim tíma til þess að reyna að byggja upp auðlind­a­stýr­ingu þeirra,“ seg­ir Logi í sam­tali við mbl.is.

„Viður­styggð“ ef auðugir aðilar nýti sér veika innviði

Íslend­ing­ar sinntu þró­un­araðstoð í Namib­íu á ár­un­um 1990 til 2010 og styrktu Namib­íu um 1,6 millj­arða króna á þess­um tíma. Um helm­ing­ur fjár­hæðar­inn­ar, 672 millj­ón­ir, var nýtt­ur til upp­bygg­ing­ar sjó­manna­skóla sem átti að hjálpa inn­fædd­um að stunda út­gerð. Í frétt Stund­ar­inn­ar sem birt­ist í morg­un kem­ur fram að meint­ar mútu­greiðslur Sam­herja hafi verið hærri en upp­hæðin sem fór í sjó­manna­skól­ann. 

„Það er öm­ur­legt í fyrsta lagi að horfa upp á það að þau lendi í klón­um á spilltu kerfi inn­an­lands en auðvitað viður­styggð ef auðugir aðilar af Vest­ur­lönd­um og jafn­vel héðan frá Íslandi séu að nýta sér veika innviði. Þetta er bara ótrú­legt og öm­ur­legt. Það þarf að kom­ast til botns í þessu máli, al­veg al­gjör­lega,“ seg­ir Logi.

Sýni mik­il­vægi auðlinda­ákvæðis

Hann tel­ur að málið sýni fram á að skoða þurfi auðlind­a­stýr­ingu hér­lend­is. 

„Mér finnst líka að þetta beini sjón­um að okk­ar auðlind­um og okk­ar auðlind­a­stýr­ingu. Það hlýt­ur að verða viðfangs­efni stjórn­mál­anna enn frek­ar en áður að knýja á um rétt­láta auðlind­a­stýr­ingu, auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá og umræðu um hlut þjóðar­inn­ar í henni eða þeim auðlind­un­um.“

Logi ætl­ar sér að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðherra af til­efni þessa máls. 

„Ég mun sem nefnd­armeðlim­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá ráðherra um það með hvaða hætti við fylgj­um eft­ir mál­um þar sem við höf­um verið í þró­un­ar­sam­vinnu og með hvaða hætti er fylgst með því hvernig ís­lensk fyr­ir­tæki stunda viðskipti með vitn­eskju og jafn­vel í sam­starfi við stjórn­völd í kjöl­far þró­un­ar­sam­vinnu,“ seg­ir Logi.

Spurður hvort þetta mál, ásamt því að Ísland hafi verið sett á grá­an lista FAFT yfir ríki sem þykja ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, bendi ekki til þess að hnökr­ar séu á eft­ir­lit­s­kerfi Íslend­inga seg­ir Logi:

„Það blas­ir við að við erum annaðhvort kæru­laus eða grun­laus og höf­um ekki tekið þessa hluti al­var­lega. Mál er lúta að skattaund­an­skot­um og hvítþvotti pen­inga og öðru slíku al­mennt, það er auðvitað eitt­hvað sem við þurf­um að taka al­var­lega.“

mbl.is