Eva Joly dáist að hugrekki Jóhannesar

Mál Sam­herja í Namib­íu er helsta umræðuefnið á sam­fé­lags­miðlum þessa stund­ina eft­ir að Kveik­ur fjallaði um málið í gær­kvöldi og Stund­in í dag. Meðal ann­ars kem­ur fram að Eva Joly muni vera í lög­fræðiteymi Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar.

Þetta skrifar Gunnar Hrafn við færslu Illuga Jökulssonar á Facebook.
Þetta skrif­ar Gunn­ar Hrafn við færslu Ill­uga Jök­uls­son­ar á Face­book. Skjá­skot af Face­book

Þetta kem­ur fram í færslu Gunn­ars Hrafns Jóns­son­ar, blaðamanns á Stund­inni og fyrr­ver­andi þing­manns Pírata.

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmund­ur Andri Thors­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðmund­ur Andri Thors­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir á Face­book Sam­herja hafa fengið auðlind­ina í Namib­íu á silf­urfati. 

„Fyr­ir utan strend­ur Namib­íu eru gríðarlega auðug fiski­mið og fyr­ir nokkr­um árum voru lands­menn þar í svipuðum spor­um og Íslend­ing­ar voru öld­um sam­an, höfðu ekki verkþekk­ingu, flota eða fram­tak til að nýta sér þá miklu gull­kistu. Íslend­ing­ar áttu auðvelt með að spegla sig í því og hrundu af stað verk­efni sem sner­ist um að kenna þarlend­um vinnu­brögð í sjáv­ar­út­vegi, senda skip — já og koma á kvóta­kerfi og af­henda svo Sam­herja auðlind­ina á silf­urfati í sam­starfi við gráðuga stjórn­mála­stétt í landi þar sem einn flokk­ur ræður meira og minna öllu, – flytja svo auðinn úr landi, allt eft­ir bók­inni. Namib­íu­menn fá ekki einu sinni flug­elda­sýn­ingu.“

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins.
Drífa Snæ­dal, for­seti Alþýðusam­bands­ins. mbl.is/Ó​feig­ur

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir þetta sýna karla sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrg­ir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku.

„Mynd­in sem Kveik­ur og Stund­in teikna upp er af heimsvalda­sinnuðum, gráðugum arðræn­ingj­um sem einskis svíf­ast. Körl­um sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrg­ir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku. Körl­um sem komu í kjöl­far vel heppnaðar þró­un­ar­sam­vinnu og ryk­suguðu upp auðlind­ir í eig­in þágu, höguðu sér eins og sví­v­irðileg­ustu ný­lendu­herr­ar. Þró­un­ar­sam­vinn­unni var hætt vegna hruns­ins sem varð ein­mitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Logi Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ógeðslegt að mis­fara með auðlind­ir fá­tækr­ar þjóðar.

„Það er einkar ógeðslegt að mis­fara með auðlind­ir þjóðar sem var til­tölu­lega ný­lega búin að ná sjálf­stæði eft­ir ný­lendu­tím­ann með því arðráni sem hon­um fylgdi. Og að svíkja í þokka­bót und­an skatti — í landi með veika innviði, spill­ingu og mikla fá­tækt.

En við erum líka dá­lítið eins og vanþróað ríki þegar kem­ur að fisk­veiðiauðlind­inni okk­ar. Fáir ein­stak­ling­ar hagn­ast gríðarlega á henni og hreiðra um sig, í skjóli hans, út um allt í at­vinnu­líf­inu.

Ekk­ert geng­ur að fá út­hlut­un­ar­kerfi kvót­ans breytt og auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá. Og gjaldið sem er tekið fyr­ir af­not­in er orðið svo lágt að það stend­ur ekki einu sinni und­ir kostnaði rík­is­ins af rann­sókn­um, eft­ir­liti og um­sjón með grein­inni. Svo lágt að það er lægra en einn út­gerðarmaður fékk í arð á síðasta ári.“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að hingað til hafi fáir þorað að vekja at­hygli á mál­um Sam­herja hér á landi.

„Því miður virðist ým­is­legt af því sem í kvöld var af­hjúpað varðandi viðskipta­hætti Sam­herja í Namib­íu eiga sér sam­svar­an­ir hér á Íslandi þó að birt­ing­ar­mynd­in sé eitt­hvað frá­brugðin. Sam­herji "á" sína menn, bæði á vett­vangi stjórn­mála og stjórn­sýslu, og fær sitt fram með fjár­fram­lög­um til stofn­ana, fé­laga­sam­taka og stjórn­mála­flokka. Hingað til hafa fáir þorað að vekja at­hygli á þeirri staðreynd enda hafa Sam­herja­menn beitt áhrif­um sín­um gegn fólki per­sónu­lega um leið og þeir hafa skarað eld að köku sinni og hagrætt sér vel í sam­fé­lag­inu. Þetta vita marg­ir en fáir þora að tala um það upp­hátt.

Hvers vegna viðgengst þetta? Jú, hér á Íslandi er eng­in stofn­un sem hef­ur það hlut­verk að upp­ræta spill­ingu. Þvert á móti er Ísland á gráa list­an­um yfir þjóðir sem ekki beita sér gegn pen­ingaþvætti. Þær fáu stofn­an­ir bera við að kanna starfs­hætti Sam­herja fá "gúmor­inn" og for­stöðumenn þeirra mæta ógn­un­um og munn­söfnuði líkt og við sáum í til­felli Seðlabank­ans ný­lega. Þannig er nú bara staðan því miður.

Íslensk stjórn­völd eru gegn­sýrð af spill­ingu og þess vegna þjóna þau þessu fyr­ir­tæki leynt og ljóst. Ár eft­ir ár lækka veiðileyf­a­gjöld­in svo nem­ur millj­örðum sem ann­ars ættu að renna í sam­fé­lags­sjóðinn. Vænt­an­lega hækka fram­lög Sam­herja til viðeig­andi stjórn­mála­flokka í réttu hlut­falli við slak­ann sem fyr­ir­tæk­inu er gef­inn varðandi arðgreiðslur til þjóðar­inn­ar. Allt er það þyngra en tár­um taki.

Namibía - Ísland. "Bitamun­ur en ekki fjár".“

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi ráðherra og yf­ir­maður Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands, sagðist í frétt­um Sjón­varps­ins í gær­kvöldi ekki kunna að meta það hvort eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað. Koma verði í ljós hvort brot­in sem þarna hafi verið fram­in séu fyrnd.  Hann seg­ist spennt­ur að sjá viðbrögð þjóðar­inn­ar því viðbrögð stjórn­mála­manna fari oft eft­ir viðbrögðum þjóðar­inn­ar. Þá bend­ir hann á að  ís­lenska rík­is­stjórn­in sé núna að leggja til að lækka veiðileyf­a­gjöld á Sam­herja um stór­fé. 

Þjóðin hafði þetta að segja um málið á Twitter: 














mbl.is

Bloggað um frétt­ina