Héraðssaksóknari: Efni þáttarins „mjög afhjúpandi“

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari seg­ir að „hell­ing­ur“ hafi komið fram í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik í gær­kvöldi sem hafi verið „mjög af­hjúp­andi“. Það efni muni bæt­ast við önn­ur gögn sem embættið hef­ur þegar aflað sér og rann­sak­ar.

Héraðssak­sókn­ari rann­sak­ar nú viðskipti Sam­herja í Namib­íu og vinn­ur að rann­sókn­inni í sam­starfi við yf­ir­völd í Afr­íku­rík­inu. Hann seg­ist í sam­tali við mbl.is litl­ar upp­lýs­ing­ar geta veitt um rann­sókn­ina að öðru leyti og gat til dæm­is ekki svarað því hve lengi rann­sókn­in hafi staðið yfir. Embættið hef­ur þó þegar hafið aðgerðir.

Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja í Namib­íu, kom í skýrslu­töku hjá embætt­inu í gær­morg­un, áður en hann steig fram í fjöl­miðlum, bæði í Kveik og í Stund­inni og lýsti meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við get­um í sjálfu sér ekk­ert gefið upp­lýs­ing­ar um rann­sókn­ina sjálfa, ein­ung­is staðfest að hún hafi haf­ist. Síðan nátt­úru­lega bætt­ist hell­ing­ur við í sam­bandi við efni þátt­ar­ins, sem var nátt­úru­lega mjög af­hjúp­andi þarna í gær, og við bara för­um yfir það sem þar kom fram, auk þeirra gagna sem embættið hef­ur þegar aflað sér og vinn­um þetta frek­ar eft­ir því,“ seg­ir Ólaf­ur Þór.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hef­ur fengið gögn frá Namib­íu

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóri. mbl.is/​​Hari

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk ný­verið í hend­ur gögn sem bár­ust frá namib­ísk­um yf­ir­völd­um, en frá þessu var greint á vef Kjarn­ans í morg­un. Þar var vísað til svara Bryn­dís­ar Kristjáns­dótt­ur skatt­rann­sókn­ar­stjóra við fyr­ir­spurn miðils­ins.

Bryn­dís sagði í svari sínu að hún gæti ekki gefið nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið og ekki upp­lýst um það að hverj­um gögn­in beind­ust.

mbl.is