Kristján Þór: Ábyrgðin alltaf hjá fyrirtækinu

„Ég lít á það þannig að fyrirtækið beri ábyrgð á …
„Ég lít á það þannig að fyrirtækið beri ábyrgð á öllum sínum málum. Ég get ekki tekið afstöðu til einhverra einstakra þátta í þessu máli. Rannsóknin verður bara að ganga fram af hálfu héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og leiða vonandi hið sanna og rétta í ljós í öllum þessum málum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Hari

„Þetta var bæði sorg­legt á að horfa og sömu­leiðis gríðarlega mik­ill áfell­is­dóm­ur ef þess­ar ásak­an­ir sem þarna koma fram eiga sér ekki full­nægj­andi skýr­ing­ar. Það er bara þannig,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við mbl.is, spurður út í viðbrögð hans við um­fjöll­un um mál­efni Sam­herja í Namib­íu sem fram kom í fjöl­miðlum í gær­kvöldi.

Hann seg­ir mik­il­vægt að málið verði rann­sakað ofan í kjöl­inn, það sé nauðsyn­legt fyr­ir alla aðila máls­ins. Þá er það einnig „mjög skýrt“ í huga ráðherra að fyr­ir­tæki beri ábyrgð á þeim starfs­mönn­um sem hjá þeim starfi. „Það er bara mjög ein­falt mál. Það er ekk­ert hægt að vísa ábyrgðinni neitt annað, enda held ég að menn ætli ekki að gera það, eða von­andi ekki,“ seg­ir Kristján Þór.

Hann hef­ur sjálf­ur lent í ei­lít­illi orra­hríð vegna máls­ins, vegna vin­skaps síns við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, og starfa sinna fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið fyr­ir hart­nær tveim­ur ára­tug­um, en kannski helst vegna handa­banda sem hann átti við namib­íska ein­stak­linga í höfuðstöðum Sam­herja í Borg­ar­túni ág­úst­mánuði árið 2014.

Kristján Þór seg­ir að hann hafi hvorki verið boðaður né sótt nokk­urn fund þá um árið, held­ur hafi hann verið beðinn um að taka í hönd­ina á nokkr­um ein­stak­ling­um er hann var stadd­ur á skrif­stofu Sam­herja.

„Ég var stadd­ur á skrif­stofu Sam­herja í per­sónu­leg­um er­inda­gjörðum og síðan ger­ist það þegar þeim sam­töl­um er lokið að þá er ég beðinn um að taka í hönd­ina á ein­stak­ling­um af afr­ísk­um upp­runa, sem kem­ur svo í ljós að eru Namib­íu­menn, eins og heim­ild­armaður Kveiks í gær upp­lýs­ir í Stund­inni. Þetta var fyr­ir rúm­um fimm árum og ég átti kurt­eis­is­legt spjall í tíu mín­út­ur um dag­inn og veg­inn. Ég vil bara und­ir­strika það að þessi fund­ur sner­ist ekk­ert um ein­hver viðskipti eða annað þvíum­líkt og ég er fyrst að heyra af þeim núna þegar ég fæ þenn­an tölvu­póst frá Stund­inni í síðustu viku,“ seg­ir Kristján Þór og vís­ar til fyr­ir­spurn­ar sem hann fékk frá Inga Frey Vil­hjálms­syni blaðamanni Stund­ar­inn­ar um fund­inn.

Eðli­legt að fólk spyrji út í hans stöðu

Hann seg­ist alls ekk­ert hafa að fela. „Í mín­um huga er það grund­vall­ar­atriði í þess­um efn­um, hvað mig snert­ir, að það sé óum­deilt að ég hafði hvorki aðkomu né vitn­eskju að þessu máli að nokkru leyti,“ seg­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem seg­ir það þó ekki koma á óvart að fólk spyrji spurn­inga um stöðu hans og tengsl.

„Það kem­ur mér ekk­ert á óvart og mér finnst bara eðli­legt að fólk sé að spyrja út í mína stöðu og með hvaða hætti ég geti tengst þessu máli. Mér finnst ekk­ert erfitt að ræða það, því að aðkoma mín og vitn­eskja er afar tak­mörkuð eins og ég hef lýst í okk­ar sam­tali. Í ljósi þess að ég gegni embætti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og í ljósi þeirra yf­ir­lýs­inga sem ég gaf, um sam­skipti mín við meðal ann­ars Þor­stein Má er ég tók við embætti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, þá er ósköp eðli­legt að það sé spurt um þetta en ég vænti þess að menn spyrji líka um það hvernig raun­veru­legri aðkomu minni eða vitn­eskju um málið geti verið hætta.“

Spurði Þor­stein Má hvort hann ætlaði ekki að bregðast við

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

„Við höf­um þekkst í lang­an tíma, við Þor­steinn Már,“ seg­ir Kristján Þór um sam­band hans og for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem spjót standa nú á. „Ég þekki margt fólk bæði sem starfar og hef­ur starfað fyr­ir Sam­herja og önn­ur fé­lög, eðli­lega, ég var formaður stjórn­ar þarna á sín­um tíma og sat í stjórn, en að þeim mál­um hef ég ekk­ert komið í 19 ár. Frá því að ég gekk úr stjórn­inni hef ég ekki haft nein af­skipti af starf­semi Sam­herja. En það er eng­in laun­ung á því að við þekkj­umst mjög vel og höf­um þekkst í lang­an tíma við Þor­steinn Már. Ég met sam­band okk­ar sem vin­skap og gerði sér­staka grein fyr­ir því er mér var trúað fyr­ir þessu embætti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.“

Kristján hef­ur rætt við Þor­stein Má frá því ásak­an­irn­ar á hend­ur Sam­herja­sam­stæðunni birt­ust í fjöl­miðlum í gær­kvöldi.

„Mér er eng­in laun­ung á því, ég hef bæði spurt hann með hvaða hætti og hvort hann ætli ekki að bregðast við þessu með ein­hverj­um hætti og eins hvernig líðan fólks í kring­um hann væri. Hann hef­ur bent mér á það að fyr­ir­tækið muni láta frá sér frétta­til­kynn­ing­ar þegar það á við og það er nú allt og sumt um þessi sam­skipti að segja,“ seg­ir Kristján Þór.

Spurður hvort að hann hafi trú á þeim skýr­ing­um sem Sam­herji sendi frá sér í gær­kvöldi, um að ábyrgðin á mál­inu væri fyrst og fremst upp­ljóstr­ar­ans Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, sem hefði „flækt Sam­herja í viðskipti“ sem mögu­lega væru ólög­mæt, seg­ir ráðherra að hann líti svo á að það sé fyr­ir­tækið sem beri ábyrgð á starfs­mönn­um sín­um.

„Ég lít á það þannig að fyr­ir­tækið beri ábyrgð á öll­um sín­um mál­um. Ég get ekki tekið af­stöðu til ein­hverra ein­stakra þátta í þessu máli. Rann­sókn­in verður bara ganga fram af hálfu héraðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra og leiða von­andi hið sanna og rétta í ljós í öll­um þess­um mál­um,“ seg­ir Kristján Þór.

Svar­ar spurn­ing­um þing­manna á morg­un

Þing­menn kölluðu eft­ir því síðdeg­is í dag að á morg­un færi fram óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími um spill­ingu og að þar yrði Kristján Þór til svara.

„Ég hef aldrei skor­ast und­an því að taka umræðu við þingið er eft­ir var kallað,“ seg­ir ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina