Ráðherrarnir búnir að segja af sér

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu. Mynd/Skjáskot úr þætti Kveiks

Bern­h­ard Esau sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu og Sacky Shang­hala dóms­málaráðherra lands­ins eru bún­ir að segja af sér embætt­um sín­um. Frá þessu er greint á namib­íska fréttamiðlin­um The Nami­bi­an, sem hef­ur tekið þátt í um­fjöll­un sem bygg­ir á yfir 30.000 skjöl­um frá ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja, í sam­starfi við Wiki­leaks, RÚV, Stund­ina og Al Jazeera.

Greint var frá því í namib­ísk­um miðlum í morg­un að Hage Geingob, for­seti Namib­íu, væri á þeirri skoðun að ráðherr­arn­ir tveir þyrftu að víkja eft­ir að fjallað var um mál­efni þeirra í namib­ísk­um fjöl­miðlum.

Báðir eru þeir sagðir hafa þegið mútu­greiðslur frá Sam­herja í skipt­um fyr­ir að beita sér í þágu hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins.

Fram kem­ur í frétt The Nami­bi­an að for­seti lands­ins hafi þó vitað af mál­inu frá því fyrr á ár­inu, eft­ir að rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu lét hann vita af ásök­un­um þess efn­is að ráðherr­arn­ir tveir væru flækt­ir í vafa­söm mál.

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shang­hala, frá­far­andi dóms­málaráðherra Namib­íu (t.v.), ásamt Jó­hann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara og þáver­andi starfs­manni Sam­herja, árið 2014. Ljós­mynd/​Wiki­leaks
mbl.is

Bloggað um frétt­ina