RÚV birtir bréfaskriftir við Samherja

Ríkisútvarpið hefur birt samskipti fréttamanna og fréttastjóra við útgerðarfyrirtækið Samherja …
Ríkisútvarpið hefur birt samskipti fréttamanna og fréttastjóra við útgerðarfyrirtækið Samherja í aðdraganda umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Bréfa­sam­skipti frétta­manna og frétta­stjóra Rík­is­úvarps­ins við Sam­herja hafa verið op­in­beruð á vef RÚV, en RÚV tel­ur ástæðu til að birta þessi sam­skipti „vegna full­yrðinga for­stjóra Sam­herja hf. í fjöl­miðlum um að RÚV hafi nálg­ast fyr­ir­tækið á fölsk­um for­send­um, hafnað fund­ar­beiðni og ekki sinnt hlut­leys­is­skyldu sinni við vinnslu á frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik í gær­kvöldi,” sam­kvæmt því sem kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá RÚV.

Sam­herji sagði í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um á mánu­dag að fyr­ir­tækið hefði „sér­stak­lega óskað eft­ir að fá að setj­ast niður með Rík­is­út­varp­inu og fara yfir upp­lýs­ing­ar“ sem það teldi skipta máli í fyr­ir­hugaðri um­fjöll­un, en Rík­is­út­varpið hefði ein­ung­is talið sér fært að ræða við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir fram­an mynda­vél­ar.

Sam­skipt­in má finna á vef Kveiks

mbl.is

Bloggað um frétt­ina