Skaðar orðspor greinarinnar og Íslands

Dr. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum og reikningsskilum.
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum og reikningsskilum. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Fyr­ir það fyrsta er auðvitað mik­il­vægt að málið verði rann­sakað ít­ar­lega og vand­lega í ljósi al­var­leika þeirra ásak­ana sem komið hafa fram og það er gott að komið hafi fram að bæði héraðssak­sókn­ari og skatt­rann­sókna­stjóri hafi hafið slíka rann­sókn.“

Þetta seg­ir dr. Ásgeir Brynj­ar Torfa­son, sér­fræðing­ur í fjár­mál­um og reikn­ings­skil­um, í sam­tali við mbl.is vegna rann­sókn­ar yf­ir­valda meðal ann­ars á meint­um mút­um Sam­herja til ráðamanna í Namib­íu til þess að kom­ast yfir afla­heim­ild­ir. Ásgeir seg­ir að ljóst sé að málið sé ekki aðeins skaðlegt fyr­ir orðspor fyr­ir­tæk­is­ins held­ur geti það einnig skaðað orðspor Íslands og ís­lensks sjáv­ar­út­veg­ar.

„Hitt sem er nátt­úru­lega slæmt er að þetta skaðar orðspor at­vinnu­grein­ar­inn­ar og lands­ins. Án þess að ég vilji vera að gera ein­hverja sam­lík­ingu þá er engu að síður ljóst að ís­lensk­ur banki er ekki að fara að hasla sér ein­hvern völl alþjóðlega á næstu ára­tug­um. Vegna þess að orðspor ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi nátt­úru­lega bara rústaðist,“ seg­ir Ásgeir.

Skaðinn þegar átt sér stað óháð fram­vindu máls­ins

Þannig sé einna sorg­leg­ast varðandi mál Sam­herja hvaða áhrif það kunni að hafa á orðspor ís­lenskr­ar þekk­ing­ar og fisk­veiðistjórn­un­ar. „Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á okk­ar fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi er al­veg ljóst að það hef­ur reynst vel til þess að hamla gegn of­veiði. Þátt­taka okk­ar í þró­un­araðstoð í þess­um efn­um und­an­farna tvo ára­tugi hef­ur byggst á út­flutn­ingi á þekk­ingu okk­ar og kerf­is­upp­bygg­ingu.“

Það góða orðspor sem byggt hafi verið upp hafi skaðast á einni nóttu. „Skaði hef­ur í raun þegar átt sér stað óháð því hvernig rann­sókn á mál­inu fer og mögu­leg­um dóms­mál­um. Bara með því að grun­ur­inn komi upp og rann­sókn þurfi að fara í gang.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina