Vill að eignir Samherja verði frystar

Helga Vala Helgadóttir kallar eftir því að eignir Samherja verði …
Helga Vala Helgadóttir kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar og vill sömuleiðis að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stígi til hliðar á meðan héraðssaksóknari rannsakar málið. mbl.is/Hari

„Í mín­um huga kem­ur ekk­ert annað til greina en að eign­ir Sam­herja verði fryst­ar núna strax á meðan á rann­sókn stend­ur. Um er að ræða rann­sókn á mögu­legu mútu­broti, pen­ingaþvætti og skatta­laga­brot­um,“ seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í færslu á Face­book.

Hún seg­ir að hér sé ekki „um ein­hverja sjoppu að ræða held­ur millj­arðafyr­ir­tæki með um­tals­verð um­svif í fjölda ríkja og skatta­skjóls­svæðum“ og minn­ir á að eign­ir tón­list­ar­mann­anna sem skipa Sig­ur Rós voru fryst­ar vegna rann­sókn­ar á meint­um skatta­laga­brot­um þeirra.

Kristján Þór „stígi til hliðar“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Hari

Helga Vala seg­ir að hún telji einnig „ekk­ert annað koma til greina“ en að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sem var stjórn­ar­formaður Sam­herja fyr­ir hart­nær 20 árum, „stígi til hliðar“ meðan á rann­sókn héraðssak­sókn­ara á mál­inu stend­ur.

Í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um mál­efni Sam­herja í gær­kvöldi kom fram að Kristján Þór hefði litið inn á fund í höfuðstöðvum Sam­herja í Borg­ar­túni árið 2014, þar sem namib­ísk­ir viðskipta­fé­lag­ar fyr­ir­tæk­is­ins voru stadd­ir.

„Kristján Þór kom inn á fund­inn og Þor­steinn Már sagði bros­andi að þetta væri hans maður í rík­is­stjórn­inni. Hann stoppaði ekk­ert lengi samt, kannski í 10 mín­út­ur til að heilsa upp á Namib­íu­menn­ina,“ sagði Jó­hann­es Stef­áns­son, sem stigið hef­ur fram í fjöl­miðlum og veitt yf­ir­völd­um upp­lýs­ing­ar um meinta brot­a­starf­semi út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við Stund­ina.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina