Hin bandaríska Ali Bruch birti samsetta mynd af sér á Instagram fyrr á þessu ári þar sem hún segir að þrjú ár séu á milli myndanna og 40 kíló. Myndirnar tvær sýna ótrúlega breytingar á Bruch eins og sjá má hér að ofan. Á vef Women's Health greinir hún frá því að hún hafi farið á ketó-mataræðið eftir að hún frétti á Instagram af góðum árangri konu.
Bruch segist alltaf hafa verið of þung. Þegar hún var sem þyngst var hún 120 kíló. Hún segist hafa verið vön að fela sig þegar myndir voru teknar og var hætt að geta leikið við dóttur sína. Stundum borðaði hún á bilinu sex til átta þúsund kaloríur á dag.
Þann 30. október 2016 byrjaði hún á ketó en mataræðið var ekki jafn algengt þá og í dag. Hún hefur haldið sig á mataræðinu síðan fyrir utan þegar hún varð ólétt en byrjaði aftur í fyrra þegar sonur hennar fæddist.
Bruch segist hafa reynt ýmislegt áður en hún byrjaði á ketó. Hún reyndi meðal annars að telja kaloríur en fannst það of opið. Ketó-mataræðið hefur reynst henni vel. Bruch segist einnig fasta frá sex á kvöldin til 12 í hádeginu þegar hún borðar hádegismat. Bruch hefur þó ekki bara náð þessum árangri með því að borða rétt heldur einni með því að setja mörg lítil markmið á leiðinni.