Al Jazeera birtir Samherjaumfjöllun 1. desember

Sérstaklega er tekið fram í frétt Al Jazeera að Samherji …
Sérstaklega er tekið fram í frétt Al Jazeera að Samherji selji fisk til verslanakeðja á borð við Marks & Spencer, Carrefour, Tesco og Sainsbury‘s.

Kat­arski fjöl­miðill­inn Al Jazeera mun birta rann­sókn sína sem teng­ist mál­efn­um Sam­herja í Namib­íu 1. des­em­ber, en þetta kem­ur fram í frétt á vef Al Jazeera sem birt­ist í gær­kvöldi.

Fjöl­miðill­inn hef­ur unnið að rann­sókn­inni í sam­starfi við Wiki­leaks, RÚV og Stund­ina, sem hafa þegar birt skjöl og ít­ar­leg­ar um­fjall­an­ir um málið.

Fiskifléttan er mál málanna í Namibíu, rétt eins og á …
Fiskiflétt­an er mál mál­anna í Namib­íu, rétt eins og á Íslandi, þessa dag­ana. Í dag kom viku­blaðið Con­fidén­te út og þar eru þeir sam­an á forsíðunni, Helgi Selj­an fréttamaður og Bern­ard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Í frétt Al Jazeera er aðallega fjallað um þau tíðindi gær­dags­ins að tveir ráðherr­ar í namib­ísku rík­is­stjórn­inni hafi sagt af sér vegna upp­ljóstr­ana í mál­inu, þeir Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala.

Þá er sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji kynnt til leiks fyr­ir les­end­um miðils­ins og sér­stak­lega er tekið fram að þetta stærsta út­gerðarfé­lag Íslands selji fisk til versl­ana­keðja á borð við Marks & Spencer, Car­refour, Tesco og Sains­bury‘s.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina