Björgólfur hættir í stjórn Festar

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgólf­ur Jó­hanns­son hef­ur til­kynnt fé­lag­inu Festi um af­sögn sína úr stjórn Fest­ar vegna tíma­bund­inn­ar ráðning­ar sinn­ar sem for­stjóri Sam­herja. Festi er móður­fé­lag N1, Krón­unn­ar, Elko og fleiri fé­laga og er skráð í Kaup­höll­ina.

Fyrr í dag var greint frá því að Þor­steinn Már Bald­vins­son hefði kom­ist að sam­komu­lagi við stjórn Sam­herja um að stíga tíma­bundið til hliðar sem for­stjóri fé­lags­ins þar til helstu niður­stöður yf­ir­stand­andi innri rann­sókn­ar á ætluðum brot­um dótt­ur­fé­lags í Namib­íu liggja fyr­ir.

Björgólf­ur hætti sem for­stjóri Icelanda­ir í fyrra eft­ir ára­tug í því starfi. Hann hef­ur áður starfað í sjáv­ar­út­vegi og fyr­ir Sam­herja. Árið 1993 var hann ráðinn sem fjár­mála­stjóri Útgerðafé­lags Ak­ur­eyr­ar. Árið 1996 var hann svo ráðinn fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar hjá Sam­herja og árið 1999 var hann orðinn for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem var að hluta í eigu Sam­herja. Árið 2006 fór Björgólf­ur yfir til Icelandic Sea­food og árið 2008 var hann svo ráðinn for­stjóri Icelanda­ir. Hann hef­ur einnig gegnt embætti for­manns Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina