Erfiðara að styðjast við innflutt hráefni

Innflutt loðna hefur verið mikilvægur viðauki í starfsemi fiskvinnslu hér …
Innflutt loðna hefur verið mikilvægur viðauki í starfsemi fiskvinnslu hér á landi. Á þessu ári og því næsta verða engar loðnuveiðar í Barentshafi. mbl.is/RAX

Vinnslu­stöðvar sem hafa unnið loðnu hafa sum­ar aflað hrá­efni með því að kaupa loðnu og loðnu­hrogn til vinnslu hér á landi af er­lend­um skip­um og aukið þau kaup þegar skort hef­ur hrá­efni. Í fyrra voru flutt inn tæp 70 þúsund tonn af loðnu til vinnslu sem var nokkuð meira en árið 2017 þegar flutt voru inn tæp 57 þúsund tonn. Árið 2016 voru aðeins flutt inn 22 þúsund tonn, en árið á und­an voru þau rúm 86 þúsund.

Ekki er ljóst hvert um­fang inn­flutn­ings á þessu ári verður en lík­lega mun það vera mjög tak­markað þar sem ekki hef­ur verið veidd loðna í Bar­ents­hafi auk þess sem hún var ekki veidd í ís­lenskri lög­sögu. Staðan verður lík­lega svipuð fram á næsta ár þar sem rann­sókn­ar­leiðangr­ar í haust gáfu til kynna mæl­ing­ar sem voru langt und­ir viðmiðun­ar­mörk­um. Þó fannst tals­vert af ungri loðnu sem gef­ur von um að loðnu­kvóti verði gef­inn út 2021.

Á næsta ári munu vinnslu­stöðvar einnig hafa er­indi sem erfiði í öfl­un hrá­efn­is með inn­flutn­ingi til þess að mæta inn­lend­um skorti þar sem ekki mun verða veidd loðna í Bar­ents­hafi eins og á síðasta fisk­veiðiári.

„Við höf­um verið að kaupa af Norðmönn­um sem hafa verið að veiða í ís­lenskri land­helgi á grund­velli þess kvóta sem þeir fá út­hlutað í henni. Síðan höf­um við verið að kaupa, eins og 2018, loðnu sem þeir veiða í Bar­ents­hafi. En núna er búið að gefa út að það verður ekki gef­inn út kvóti í Bar­ents­hafi á næsta ári og var ekki 2019 held­ur. Þá er það þannig að við get­um ekki fengið neitt þarna sem við höf­um nýtt til þess að bæta upp skort,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: