Erfitt að stöðva gulu umslögin

00:00
00:00

„Við get­um auðvitað ekki stöðvað ein­staka fundi þar sem er verið að rétta gult um­slag,“ seg­ir Smári McCart­hy, þingmaður Pírata, það sem þó sé hægt sé að gera sé að skrá­setja og fylgj­ast með mynstr­un­um sem birt­ist og þau séu vel þekkt í þeim spill­ing­ar­mál­um sem upp hef­ur kom­ist um.

Smári kallaði eft­ir sér­stakri auka umræðu um spill­ing­ar­mál á Alþingi í dag í kjöl­far upp­ljóstr­ana um mútu­greiðslur Sam­herja til embætt­is- og stjórn­mála­manna í Namib­íu. Í mynd­skeiðinu er rætt við Smára í kjöl­far umræðunn­ar sem hann sagði hafa verið afar gagn­lega. 

Einnig er rætt við hann um stöðu Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Sam­herja. 

Hér fyr­ir neðan má sjá umræðuna á þing­inu í dag.

mbl.is