Fullkomna rekjanleika sjávarafurða

Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sea Data Center, og Heiða …
Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sea Data Center, og Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Niceland Seafood, hafa efnt til samstarfs um fullan rekjanleika afurða. Ljósmynd/Aðsend

Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sea Data Center, sem hefur umboð fyrir Maritech-hugbúnaðarlausnina á Íslandi, undirritaði á dögunum samning ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Niceland Seafood, um þátttöku í samstarfsverkefni sem felst í því að koma nýrri hugbúnaðarlausn á markað.

Lausnin sem Niceland mun nýta felur í sér að öllum ferlum er snúa að kaupum og sölu á sjávarfangi er bæði hagrætt og þeir sjálfvirknivæddir. Með innleiðingu á lausninni er Niceland Seafood að fá enn betri yfirsýn yfir rekjanleika afurða sem þau selja í dag, að sögn Önnu Bjarkar Theódórsdóttur, framkvæmdastjóra Sea Data Center.

„Lausnin sem við erum að bjóða upp á er heildarlausn sem nær yfir alla virðiskeðjuna,“ segir Anna Björk. „Hluti af lausninni sem við erum að bjóða upp á er greining og framsetning á gögnum, við erum að safna gögnum frá allri virðiskeðjunni og setja fram í mjög öflugu og gagnvirku kerfi, þannig að viðskiptavinir okkar geta fylgst með sinni starfsemi í rauntíma.“

Sea Data Center hefur undanfarin ár verið að þróa upplýsingaveitu með markaðsupplýsingum fyrir sjávarútveg, það er líka hægt að fá aðgang að markaðsgögnunum í kerfinu þannig að fyrirtæki geta auðveldlega haft viðmið við aðra.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: