Fullkomna rekjanleika sjávarafurða

Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sea Data Center, og Heiða …
Anna Björk Theódórsdóttir, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sea Data Center, og Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Niceland Seafood, hafa efnt til samstarfs um fullan rekjanleika afurða. Ljósmynd/Aðsend

Anna Björk Theó­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Sea Data Center, sem hef­ur umboð fyr­ir Ma­ritech-hug­búnaðarlausn­ina á Íslandi, und­ir­ritaði á dög­un­um samn­ing ásamt Heiðu Krist­ínu Helga­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Nice­land Sea­food, um þátt­töku í sam­starfs­verk­efni sem felst í því að koma nýrri hug­búnaðarlausn á markað.

Lausn­in sem Nice­land mun nýta fel­ur í sér að öll­um ferl­um er snúa að kaup­um og sölu á sjáv­ar­fangi er bæði hagrætt og þeir sjálf­virkni­vædd­ir. Með inn­leiðingu á lausn­inni er Nice­land Sea­food að fá enn betri yf­ir­sýn yfir rekj­an­leika afurða sem þau selja í dag, að sögn Önnu Bjark­ar Theó­dórs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sea Data Center.

„Lausn­in sem við erum að bjóða upp á er heild­ar­lausn sem nær yfir alla virðiskeðjuna,“ seg­ir Anna Björk. „Hluti af lausn­inni sem við erum að bjóða upp á er grein­ing og fram­setn­ing á gögn­um, við erum að safna gögn­um frá allri virðiskeðjunni og setja fram í mjög öfl­ugu og gagn­virku kerfi, þannig að viðskipta­vin­ir okk­ar geta fylgst með sinni starf­semi í raun­tíma.“

Sea Data Center hef­ur und­an­far­in ár verið að þróa upp­lýs­inga­veitu með markaðsupp­lýs­ing­um fyr­ir sjáv­ar­út­veg, það er líka hægt að fá aðgang að markaðsgögn­un­um í kerf­inu þannig að fyr­ir­tæki geta auðveld­lega haft viðmið við aðra.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: