Helsti áfangastaður Íslendinga í nóvember og desember er höfuðborg Bretlands, London. Þetta kemur fram í könnun leitarvefjarins Dohop.is sem byggir gögnin á hótelbókunarkerfi sínu.
Skosku borgirnar Glasgow og Edinborg eru í öðru sæti yfir þær borgir sem Íslendingar vilja helst heimsækja yfir vetrartímann. Manchester-borg er svo í þriðja sæti.
Að ferðast til Bretlands er fullkomið til þess að anda að sér jólunum og jafnvel kaupa jólagjafir.