Samherjamálið enn eitt norræna bankahneykslið?

Þátt­ur DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu verður vænt­an­lega rann­sakaður …
Þátt­ur DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu verður vænt­an­lega rann­sakaður af norsk­um yf­ir­völd­um. Af vef DNB

Er enn eitt hneykslis­málið vegna nor­rænna banka í upp­sigl­ingu? spyr danska rík­is­út­varpið DR í um­fjöll­un sinni um aðkomu DNB, stærsta banka Nor­egs að Sam­herja­mál­inu.

Fram­ganga Sam­herja í Namib­íu, eft­ir um­fjöll­un Kveiks í Rík­is­sjón­varp­inu, hef­ur vakið at­hygli er­lendra fréttamiðla sem fjalla um málið. Í frétt New York Times er greint frá því að norski rík­is­bank­inn, DNB, hygg­ist rann­saka bankaviðskipti Sam­herja eft­ir að upp­lýs­ing­arn­ar komu fram í þætt­in­um. 

DR er meðal þeirra miðla sem fjalla um Sam­herja­málið á vef sín­um og er þar DNB sagður kunna að hafa verið með „bein­um hætti“ þátt­tak­andi í mútu­greiðslum til afr­ískra emb­ætt­is­manna.

Nefn­ir DR, það sem þegar hef­ur komið fram í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, að í maí 2018 hafi DNB lokað bank­reikn­ing­um sem til­heyrðu skúffu­fyr­ir­tæki á Mars­hall-eyj­un­um eft­ir að banda­rísk­ur banki hafnaði færsl­un­um. Þetta hafi bank­inn gert af því að hætt­an á sekt­um frá banda­rísk­um yf­ir­völd­um vegna skúffu­fyr­ir­tæk­is­ins væri of mik­il.

„Banda­rísk­ur banki bregst við, en ekki DNB. Hvað seg­ir það um eft­ir­lit­s­kerfið í DNB? Er kerfi DNB jafn gott og banda­ríska reglu­verkið eða eins og kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um pen­ingaþvætti segja til um?“ spyr Tina Sørei­de hag­fræðipró­fess­or við Nor­ges Hand­els­højskole í sam­tali við DN.no.

Thom­as Midteide, aðstoðarfor­stjóri DNB seg­ir bank­ann ekki tjá sig um slík­ar vanga­velt­ur. „Okk­ar hlut­verk er að greina efna­hags­brota­deild frá grun­sam­leg­um greiðslum og við grein­um frá þúsund­um slík­um ár­lega, en við get­um ekki sagt hvað send­um lög­reglu.“

Af­ten­posten hafði eft­ir Even Wester­veld, tals­manni bank­ans, fyrr í dag að þátt­ur DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu verði vænt­an­lega rann­sakaður af norsk­um yf­ir­völd­um.

Alþjóðlegi fiski­miðill­inn Und­erc­ur­rent fylg­ist greini­lega náið með gangi mála því í frétt í dag er sagt frá því að „Bald­vins­son“ hafi stigið til hliðar sem for­stjóri Sam­herja í kjöl­far rann­sókn­ar á meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins, en átt er við Þor­stein Má. Tíma­bundið í hans stað hef­ur Björgólf­ur Jó­hanns­son tekið við stjórntaum­un­um. 

Breski viðskiptamiðill­inn CNBC fjall­ar einnig um málið. Í frétt­inni er sagt frá upp­sögn­um tveggja namib­ískra ráðherra eft­ir upp­lýs­ing­arn­ar sem komu fram í skjöl­um Wiki­leaks. Farið er yfir málið og vísað meðal ann­ars til um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar um málið. Sömu sögu er að segja í frétt Euronews

Í þætt­in­um var sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji m.a. sagt hafa greitt hundruð millj­ón­a í mút­ur til ein­stak­linga tengd­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu til að tryggja aðgang að veiðikvóta þar í landi. 

Greint hef­ur verið frá því á mbl.is að norsk­ir miðlar hafa fjallað tals­vert um málið. Sam­herji teng­ist hvoru tveggja norska rík­is­bank­an­um og á 40% hlut í tog­ara­út­gerðinni Nergårds.  

mbl.is