Segir að þáttur DNB verði væntanlega rannsakaður

Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður …
Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður væntanlega rannsakaður af norskum yfirvöldum. Af vef DNB

Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu verður vænt­an­lega rann­sakaður af norsk­um yf­ir­völd­um. Bank­inn hef­ur síðustu ár lagt mikla áherslu á að koma í veg fyr­ir pen­ingaþvætti og aðra ólög­lega fjár­mála­starf­semi. 

Þetta seg­ir talsmaður bank­ans, Even Wester­veld, í sam­tali við norska dag­blaðið Af­ten­posten, en tengsl DNB við um­svif Sam­herja í Namib­íu eru þar til um­fjöll­un­ar 

Í fyrra var þeim reikn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins, sem notaðir voru til að yf­ir­færa meira en 70 millj­ón­ir Banda­ríkja­doll­ara í gegn­um skúffu­fyr­ir­tækið Cape Cod FS á Mars­halleyj­um lokað, eins og fram hef­ur komið í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar. 

„Okk­ur var greint frá ís­lensku um­fjöll­un­inni og könn­um auðvitað kring­um­stæður,“ seg­ir Wester­veld. „Það er á ábyrgð lög­reglu að rann­saka og þá upp­götva hvort viðskipti, sem hafa átt sér stað í gegn­um bank­ann, feli í sér lög­brot. DNB get­ur ekki gefið upp­lýs­ing­ar um ein­staka viðskipta­vini,“ seg­ir hann.

mbl.is