Umfjöllun Kveiks einhliða

Björgólfur Jóhannsson starfaði hjá Samherja á níunda og tíunda áratugnum.
Björgólfur Jóhannsson starfaði hjá Samherja á níunda og tíunda áratugnum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, seg­ir um­fjöll­un Kveiks um starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu hafa verið ein­hliða. Fé­lagið muni leggja allt kapp á að upp­lýsa málið sem allra fyrst.

Þor­steinn Már Bald­vins­son steig tíma­bundið til hliðar sem for­stjóri Sam­herja í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kveiks um fyr­ir­tækið. 

Björgólf­ur seg­ir sér hafa runnið blóðið til skyld­unn­ar að taka tíma­bundið við stjórn­artaum­un­um hjá fé­lag­inu.

Hef­ur unnið með fé­lag­inu

Hann hafi unnið með þeim frænd­um Þor­steini Má og Kristjáni Vil­helms­syni fyr­ir fé­lagið. Fyrst sem end­ur­skoðandi Sam­herja, 1984-1992 og svo sem fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar og þró­un­ar árin 1996-1999. Hann hafi alla tíð síðan fylgst náið með fé­lag­inu. Nú sé verk­efnið að ljúka sem fyrst at­hug­un á mál­efn­um fé­lags­ins í Namib­íu í til­efni af um­fjöll­un sjón­varpsþátt­ar­ins Kveiks.

Hon­um þyki vænt um fé­lagið.

Hætti tíma­bundið hjá Íslands­stofu

Björgólf­ur hafði til­kynnt að hann myndi tíma­bundið láta af störf­um sem stjórn­ar­formaður og stjórn­ar­maður hjá Íslands­stofu. Hild­ur Árna­dótt­ir, vara­formaður stjórn­ar Íslands­stofu, hef­ur tekið við hlut­verki for­manns og Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar, sölu- og markaðssviðs Bláa lóns­ins, sem er varamaður í stjórn Íslands­stofu, mun taka sæti í stjórn­inni í fjar­veru Björgólfs. 

Nán­ar verður rætt við hann í Morg­un­blaðinu á morg­un.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina