Undirbúa skip fyrir loðnuleit

Börkur NK mun taka þátt í leit að loðnu.
Börkur NK mun taka þátt í leit að loðnu. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Páll Reyn­is­son, sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, hef­ur haldið aust­ur á land í þeim til­gangi að búa loðnu­skip til leit­ar og mæl­inga á loðnu, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þá verður meðal ann­ars unnið að því að kvarða dýpt­ar­mæli Bark­ar NK og næmni mæl­anna at­huguð.

„Nauðsyn­legt er að vita hvað mæl­arn­ir sýna svo unnt sé að meta magn loðnu sem mæl­ist á til­teknu svæði. Gert er ráð fyr­ir að mæl­ar í fjór­um skip­um verði kvarðaðir,“ er haft eft­ir Páli. Nær at­hug­un­in til skip­anna Bark­ar NK, Bjarna Ólafs­son­ar AK, Aðal­steins Jóns­son­ar SU og græn­lenska skips­ins Pol­ar Amar­oq.

„Það get­ur verið mjög mik­il­vægt að eiga kost á að nýta þessi skip til leit­ar og mæl­inga á loðnu auk haf­rann­sókna­skip­anna. Þegar skip­in fara í leit­ar­leiðangra eru menn frá Haf­rann­sókna­stofn­un um borð til að vakta mæl­ana og fylgj­ast með þeim upp­lýs­ing­um sem þeir gefa. Loðnu­skip hafa áður verið nýtt til mæl­inga. Síðasta vet­ur fóru loðnu­skip­in Börk­ur NK, Pol­ar Amar­oq, Aðal­steinn Jóns­son SU, Heima­ey VE og Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF í leiðangra á tíma­bil­inu des­em­ber og fram í fe­brú­ar og nýtt­ust vel þó ekki tæk­ist að finna nægi­legt magn af loðnu til að heim­ila veiðar,“ seg­ir Páll.

Frystiskipið Aðalsteinn Jónsson SU.
Frysti­skipið Aðal­steinn Jóns­son SU.
mbl.is