„Það stóð aldrei til að blekkja neinn“

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir að snúið hafi verið út úr tölvu­pósti sem hann sendi Aðal­steini Helga­syni, Jó­hann­esi Stef­áns­syni og ein­um öðrum starfs­manni Sam­herja í tengsl­um við upp­bygg­ingu á Græn­landi.

„Það stóð aldrei til að blekkja neinn,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir það koma skýrt fram í tölvu­póst­in­um að það sé hvorki Síld­ar­vinnsl­an né téður Henrik Leth sem hygðust „reyna ná kvót­um og goodwill af stjórn­völd­um með því að þykj­ast vera fara byggja upp á Aust­ur Græn­landi,“ held­ur væru það heima­menn.

Að öðru leyti vildi Gunnþór ekki tjá sig um málið en sagði von á til­kynn­ingu á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar vegna máls­ins inn­an tíðar.

Sjá má tölvu­póst Gunnþórs í heild sinni á vef Wiki­leaks.

mbl.is