Vildi aðstoð við að blekkja Grænlendinga

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, óskaði eft­ir leiðbein­ing­um frá stjórn­end­um Sam­herja varðandi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiðiheim­ild­ir og vel­vild. Frétta­blaðið grein­ir frá þessu og vís­ar í skjöl Wiki­leaks.

„Sæl­ir fé­lag­ar. Þannig er mál með vexti að vin­ir [sic] okk­ar í Græn­landi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyr­ir sig hvað þyrfti til í fjár­fest­ing­um, veiðum, vinnslu og hafn­ar­mann­virkj­um ef menn myndu vera [að] setja upp fiski­mjöls og upp­sjáv­ar­verk­smiðju í Amma­salik [á] aust­ur­strönd Græn­lands,“ út­skýr­ir Gunnþór í tölvu­skeyti til Aðal­steins Helga­son­ar, Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar og manns hjá Sam­herja sem hef­ur net­fangið siggi@sam­herji.is.

„Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, held­ur eru ein­hverj­ir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvót­um og goodwill af stjórn­völd­um með því að þykj­ast vera [að] fara [að] byggja upp á Aust­ur Græn­landi,“ und­ir­strik­ar Gunnþór í pósti sín­um. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afr­íku?“

Sam­herja­menn­irn­ir taka vel í beiðni Gunnþórs. „Það er kannski spurn­ing um að taka frá Mar­okkó, hvað seg­irðu um það?“ spyr Jó­hann­es í svar­skeyti og bein­ir þá spurn­ing­unni til áður­nefnds Sigga, seg­ir í frétt Frétta­blaðsins en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina