„Framganga hinna meintu hægri manna“

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson. Ljósmynd/Aðsend

Viðreisn hélt fund und­ir yf­ir­skrift­inni „Á þjóðin kvót­ann eða kvót­inn þjóðina?“ fyrr í dag. „Til­efni fund­ar­ins voru frétt­ir vik­unn­ar um viðskipta­hætti Sam­herja í Namib­íu og síðan frétt­ir um að nærri 90% af styrkj­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka fari ein­mitt til þeirra flokka sem berj­ist harðast gegn um­bót­um á fisk­veiðikerf­inu okk­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Viðreisn.

Á fund­in­um voru Hanna Katrín Friðriks­son og Þor­steinn Víg­lunds­son með er­indi og fund­ar­stjóri var Jarþrúður Ásmunds­dótt­ir.

„Í er­indi sínu sagði Hanna Katrín að siðferðileg­ur trúnaðarbrest­ur hafi orðið milli sjáv­ar­út­vegs og þjóðar, sem þurfi að laga. Það þurfi að end­ur­vekja traustið.

„Ég get ekki látið hjá líða,“ sagði hún einnig: „að nefna íroní­una í fram­göngu hinna meintu  hægrimanna í nú­ver­andi rík­is­stjórn sem svo ákaft hafna markaðsleiðinni þegar hún raun­veru­lega skipt­ir máli fyr­ir al­manna­hags­muni. Þess­ir menn ættu að vera brjálaðir, brjálaðast­ir, út í þessa óheiðarlegu viðskipta­hætti sem teiknaðir hafa verið upp – af því að þetta er ein­fald­lega aðför að hug­mynda­fræðinni um kosti frjálsra viðskipta. Mögu­lega skipt­ir annað meira máli þarna, sú staðreynd að þess­ir menn sjá það sem við öll sjá­um, að þetta mál set­ur nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag veiðigjalda í hættu. Staðreynd sem er tæki­færi fyr­ir okk­ur og alla þá sem vilja breyta þessu fyr­ir­komu­lagi, með al­manna­hags­muni í huga.“

Hanna Katrín bætti síðan við, að þegar upp er staðið fel­ist í þessu öm­ur­lega máli tæki­færi. Tæki­færi til að gera al­vöru at­lögu að þessu kerfi sem hef­ur svo aug­ljós­lega verið notað til að viðhalda og efla auð og völd til­tek­inna hags­muna­hópa á kostnað alls al­menn­ings,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þorsteinn Víglundsson.
Þor­steinn Víg­lunds­son. mbl.is/​Eggert

Þor­steinn fjallaði um það að eigið fé fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafi vaxið jafnt og þétt frá hruni og að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé mun arðsam­ari en annað at­vinnu­líf. „Þar benti hann á að at­vinnu­grein­ar sem fá að nýta sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir án end­ur­gjalds, eða með lágu end­ur­gjaldi, séu yf­ir­leitt arðbær­ari en aðrar at­vinnu­grein­ar. Senni­lega sé það eng­in til­vilj­un. Spurn­ing­in sé miklu frek­ar hvernig þjóðin eigi að njóta arðs af þess­ari auðlind sinni, sér í lagi þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé orðinn að valda­blokk, og einn öfl­ug­asti fjár­fest­ir­inn á ís­lensk­um hluta­bréfa­markaði utan líf­eyr­is­sjóða. Það er spurn­ing sem við svör­um með því að ákveða hvernig við verðleggj­um nýt­ing­ar­rétt af auðlind­inni.

Hann sagði: „Þegar fólk sest niður til að ræða það hvernig við get­um tryggt hlut þjóðar­inn­ar í þess­um verðum sín­um þá kemst það alltaf að sömu niður­stöðunni – að lyk­il­atriði sé að tíma­binda nýt­ing­ar­rétt­inn í stað þess að hafa hann ótak­markaðan.“

Þor­steinn benti á það að Viðreisn vilji tryggja sátt um sjáv­ar­út­veg­inn til framtíðar. Í stað veiðileyf­a­gjalds verði ákveðinn hluti kvót­ans sett­ur á markað á hverju ári. Þannig fæst sann­gjarnt markaðstengt gjald fyr­ir aðgang að auðlind­inni og um­gjörðin um at­vinnu­grein­ina verður stöðug til fram­búðar. Leiðin hvet­ur til hagræðing­ar og há­marks arðsemi þegar til lengri tíma er litið. Einnig opn­ast leið fyr­ir nýliðun. Af­gjaldi fyr­ir nýt­inga­rétt á auðlind­inni verði að hluta til varið í þeim byggðum sem hafa orðið fyr­ir þung­um búsifj­um vegna til­færslu kvóta.

Þor­steinn sagðist vona að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir muni sann­fær­ast um nálg­un Viðreisn­ar um sann­gjarnt, ein­falt og gagn­sætt fyr­ir­komu­lag til tíma­bind­ing­ar kvót­ans og sölu hans á opn­um markaði. En hann seg­ist ekki ætla að halda niðri í sér and­an­um,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is