Eignir „hákarla“ í Samherjamálinu frystar

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, (t.v.) ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu, (t.v.) ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks

Banka­reikn­ing­ar í eigu tveggja namib­ískra manna sem  tengj­ast Sam­herja­mál­inu hafa verið fryst­ir í tengsl­um við rann­sókn á meintri mútuþægni þeirra. Þetta kem­ur fram í prentút­gáfu namib­íska dag­blaðsins The Nami­bi­an, sem kem­ur út á morg­un, en Kjarn­inn greindi fyrst­ur frá ís­lenskra miðla.

Um er að ræða þá Shacky Shang­hala, sem sagði í vik­unni af sér sem dóms­mála­ráð­herra lands­ins og Tam­son Hatukulipi, sem er tengda­son­ur Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins.

Í frétt­inni seg­ir enn frem­ur að þeir Shangala og Hatukulipi hafi ný­verið farið til Höfðaborg­ar í Suður-Afr­íku og ekki snúið aft­ur til Namib­íu.

Hatukulipi var í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik sagður hafa kynnt lyk­il­stjórn­end­ur Sam­herja fyr­ir Esau. Hann, Esau, Shangala og James Hatukulipi hafi síðan myndað kjarn­ann í hópi þeirra valda­manna sem tóku við mútu­greiðslum frá Sam­herja fyr­ir ódýrt aðgengi að hrossa­mak­ríl­skvóta. 

mbl.is